FréttirStarfsfólk GAMMA áberandi í umræðu um efnahagsmál

30.10.2017 Skoðun Starfsemi

Starfsfólk GAMMA hefur ávallt tekið virkan þátt í umræðum um efnahagsmál og önnur samfélagsmál, bæði í ræðu og riti. Hér er samantekt yfir þátttöku starfsmanna í umræðunni síðustu mánuði ársins 2017.

Starfsfólk GAMMA hefur mikla þekkingu og reynslu þegar kemur að efnahagsmálum, peningamálum og viðskiptum. Til þess er oft leitað þegar fjallað er um þessi mál í fjölmiðlum og einnig hefur starfsfólk GAMMA birt greinar með reglulegum hætti. Hér má finna umfjöllun um þátttöku starfsfólks GAMMA í fjölmiðlum á fyrstu mánuðum ársins 2017.

ScreenClip[2]

Í byrjun október birtist ítarlegt viðtal við Valdimar Ármann, forstjóra GAMMA á Íslandi, í Viðskiptablaðinu. Þar fór Valdimar yfir starfsemi og rekstur GAMMA auk þess sem nokkuð var fjallað um áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi og fjárfestingarþörfina sem nú er til staðar í innviðauppbyggingu hér á landi.

Eymdarvísitalan aldrei lægri

Daginn áður en viðtalið birtist hafði Valdimar birt grein í Markaði Fréttablaðsins um Eymdarvísitöluna svokölluðu sem hefur sjaldan mælst lægri en nú. Viku síðar birti Valdimar aðra grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann færði rök fyrir því að nú stefni í lengsta hagvaxtarskeið frá stofnun lýðveldisins.ScreenClip[1]

Eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun ræddi Valdimar einnig við Fréttablaðinu um þýðingu ákvörðunar Seðlabankans. Þá ræddi Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, einnig við Viðskiptablað Morgunblaðsins um stýrivaxtaákvörðun bankans. Agnar Tómas var einnig beðinn um álit sitt í sama blaði fimmtudaginn 19. október á stöðu eignamarkaða á stöðu skuldabréfamarkaðarins.

Valdimar hefur verið áberandi í umræðu um vaxtaákvarðanir Seðlabankans og peningastefnuna. Um miðjan maí var rætt við Valdimar og aðra um vaxtalækkanir Seðlabankans, bæði í Viðskiptablaðinu og Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Þar sagði Valdimar m.a. að þáverandi vaxtalækkun væri skref í því að færa velgengni hagkerfisins til íslenskra heimila og fyrirtækja.

Umræða um gjaldeyrishöft og innflæðishöft

ScreenClip[5]

Í lok september var rætt við Agnar Tómas Möller og fleiri vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir á mörkuðum vegna stjórnarslita og komandi þingkosninga. Í frétt Markaðarins sagði Agnar Tómas að vissulega hefði pólitískur óróleiki áhrif á verðbólguvæntingar en þó mætti fyrst og fremst rekja hærra verðbólguálag vegna langvarandi innflæðishafta Seðlabankans sem hafa ýtt vaxtastiginu upp undanfarin misseri.

Agnar Tómas hefur á undanförnum árum verið gagnrýninn á störf Seðlabankans, gjaldeyrishöftin og að sama skapi höftin sem ríkja á innflutningi fjármagns. Í byrjun september skrifaði Agnar Tómas grein í Markaðinn undir fyrirsögninni Hringskýring Seðlabankans þar sem hann rakti hvernig afleiðingar innflæðishaftanna væru sífellt að koma meira í ljós eftir að höftum á útflæði var aflétt. Agnar Tómas hafði talað á svipuðum nótum í samtali við Morgunblaðið um miðjan ágúst þegar hann sagði innflæðishöft leiða til þess að krónan sveiflast meira en efni standa til.

Undir lok ágúst sagði Agnar Tómas í samtali við Fréttablaðið að höft Seðlabanka Íslands á innflæði erlends fjármagns væru aðalástæða þess að lengri tíma vaxtamunur við útlönd hafi haldist hár.

Í lok júní ræddi Viðskiptablað Morgunblaðsins einnig við Agnar Tómas um áhrif innflæðishaftanna.  Þá fjallaði bandaríska blaðið New York Times um nýja sjóði GAMMA Capital Management sem settir voru upp vegna áhuga erlendra aðila á að fjárfesta hérlendis. Í greininni var rætt við Hafstein Hauksson, hagfræðing hjá GAMMA í London sem sagði að sjóðir GAMMA hefðu tvöfaldast að stærð á síðasta ári. Hafsteinn var sömuleiðis í viðtali við Bloomberg í byrjun maí þar sem hann fjallaði um gengi krónunnar í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar.

Erlendar fjárfestingar

ScreenClip[3]

GAMMA hefur verið áberandi í umræðu um erlendar fjárfestingar eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt. Um miðjanseptember ræddi Morgunblaðið við Gísla Hauksson, stjórnarformann GAMMA og forstjóra GAMMA í London, um áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi og fyrirhugaða sölu á íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum til erlendra fjárfesta.

Í lok maí skrifaði Agnar Tómas grein um þau tækifæri sem þá höfðu opnast Íslendingum við afléttingu hafta. Þá var einnig fjallað um málstofu GAMMA um erlendar fjárfestingar sem haldin var um miðjan september. Þar var m.a. rætt við Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og efnahagsráðgjafa GAMMA Capital Management í Fréttablaðinu, sem sagði m.a. að á aðeins fáeinum mánuðum hefði krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu.

Önnur mál

Starfsfólk GAMMA hefur sem fyrr segir birt greinar með reglubundnum hætti. Í júní fór Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðstjóri hjá GAMMA, yfir íslenska hlutabréfamarkaðinn í Vísbendingu. Í sama mánuði skrifaði Hafsteinn Hauksson einnig grein í Vísbendingu þar sem hann fór yfir þau áhrif sem gjaldeyrishöftin höfðu á árunum 2008-2017, meðal annars þau glötuðu tækifæri og hagvöxtinn sem aldrei varð. Í lok september skrifaði Hafsteinn aðra grein í Vísbendingu um það hvernig Bretar hafa reynt að jafna stöðu minni fjárfesta með skattfrjálsum sparnaðarreikningum.ScreenClip

Í lok ágúst skrifaði Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá GAMMA, grein í Markaðinn um aldursamsetningu íslensku þjóðarinnar. Sölvi ræddi einnig við Markaðinn um það hversu nauðsynlegt er að ráðast í innviðafjárfestingar. Til gamans má geta þess að í lok apríl var Sölvi valinn hagfræðingur ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH).

ScreenClip[7]

Í júní gaf Viðskiptablaðið út sérrit um frumkvöðla, þar sem m.a. var rætt við Hrólf Andra Tómasson,framkvæmdastjóra Framtíðarinnar, um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og þær nýjungar sem félagið býður upp á.

Þá skrifaði Valdimar Ármann um íslenska hagkerfið og svigrúm til vaxtalækkunar í helgarblað Morgunblaðsins í byrjun maí. Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hjá GAMMA, sagði við Markaðinn í júlí að tilkynning um skortsölu myndi að öllum líkindum draga úr áhuga fjárfest á að skortselja bréf.

Friðrik Már var einnig í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í byrjun október. Þar fjallaði Friðrik Már um vaxtastefnu, peningamál og fleira.

Fréttir á gamma.is

Hér hefur verið stiklað á stóru í umfjöllun fjölmiðla frá því í lok mars þar sem rætt er við starfsmenn GAMMA um efnahagsmál og önnur mál í þjóðfélagsumræðunni. Við birtum reglulega fréttir á heimasíðu GAMMA Capital Management, gamma.is, þar sem hægt er að skrá sig fyrir áskrift að fréttum. Eins gefum við út vísitölur GAMMA sem sýna ávöxtun á íslenskum verðbréfamarkaði. Hægt er að skrá sig fyrir áskrift hér

Senda grein