FréttirForstjóri GAMMA ræðir um vaxtalækkun Seðlabankans

18.5.2017 Skoðun

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, fjallar um vaxtalækkanir í viðtali við Viðskiptablaðið og Morgunblaðið í dag.

Screen-Shot-2017-05-18-at-10.54.11

Viðskiptablaðið birti þann 18. maí 2017 viðtal við forsvarsmenn atvinnulífsins, fjármálaráðherra og aðila á fjármálamarkaði vegna ákvörðunar Seðlabankans um vaxtalækkanir. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, var meðal á meðal þeirra sem tjáðu sig, og fagnaði hann vaxtalækkuninni en taldi svigrúm til frekari lækkunar. Valdimar fjallaði einnig um málið í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins sama dag.

Hvað með jafnvægisvextina?

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir vaxtalækkunina skref í því að færa velgengni hagkerfisins til íslenskra heimila og fyrirtækja. „Það er ánægjulegt að sjá að Seðlabankinn er að taka ákvörðun um stýrivexti í samræmi við raunverulega stöðu hagkerfisins, en það hefur verið svigrúm til að lækka vexti í þó nokkurn tíma. Með því að lækka vaxtakjörin og aðlaga þau í átt að því sem þekkist erlendis nær hagkerfið og gjaldeyrisstreymið kannski betra jafnvægi. Með þessu er Seðlabankinn einnig svolítið að skila velgengni hagkerfisins til íslenskra heimila og fyrirtækja með því að lækka vaxtakjörin sem þau búa við. Þá eykur þetta kannski áhuga innlendra aðila á því að fjárfesta erlendis. Það sem mér fannst þó áhugavert í því sem kom frá Seðlabankanum er að þeir staðfesta það að þeir telji að hagkerfið búi við sterkara jafnvægisgengi en áður vegna jákvæðrar erlendr­ar eignastöðu og gjaldeyris æðis til landsins. En að sama skapi eru þeir enn ekki að fjalla um breytta stöðu á jafnvægisvöxtum. Það vantar skýringu á því, vegna þess að ef jafnvægisraungengi er orðið sterkara og hagkerfið stendur á sterkari stoðum en áður, þá hljóta jafnvægisraunvextir landsins að hafa lækkað. Þeir gefa í skyn að jafnvægisvextir séu í kringum 3%, en það er hægt að reikna út að vextirnir séu frekar á bilinu 1,5-2%. Það er því svigrúm til að lækka stýrivexti enn frekar.“ 

Screen-Shot-2017-05-18-at-15.57.00

- Fréttin í Viðskiptablaðinu birtist þann 18. maí 2017. 

- Greinin í Morgunblaðinu birtist þann 18. maí 2017

 

 

 

Senda grein