Fréttir



  • Screen-Shot-2017-04-27-at-12.37.16

Sölvi Blöndal hefur verið valinn hagfræðingur ársins.

27.4.2017 Starfsemi

Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá GAMMA, heiðraður fyrir yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum fasteignamarkaði og frumkvöðlastarf í íslensku tónlistarlífi.

 

Sölvi Blöndal, hagfræðingur og sérfræðingur hjá GAMMA Capital Management, hefur verið valinn hagfræðingur ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Verðlaunin eru veitt árlega.

Í rökstuðningi dómnefndar FVH kemur fram að Sölvi hafi yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum fasteignamarkaði og verið stefnumótandi aðili hjá GAMMA, þar sem hann hefur starfað um árabil. Þá kemur einnig fram að um mitt síðasta ár hafi Sölvi fest sig rækilega í sessi á íslenskum tónlistarmarkaði þegar hann ásamt Ólafi Arnalds stofnaði Öldu, nýtt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarhluta Senu. Síðan þá hafi félagið fengið til sín stór nöfn í íslenskri tónlist og Sölvi því mjög áhrifamikill í íslensku tónlistarlífi.

Sölvi situr einnig í stjórn Eyjarslóðar ehf sem starfrækir 23 hljóðver með mörgum af helstu tónlistarmönnum og framleiðsluaðilum landsins undir nafninu E7. Fram kemur að reynslan af restri E7 sýni jákvæð samlegðaráhrif af frumkvöðlastarfsemi. Þessu til viðbótar á Sölvi að baki glæstan tónlistarferil.

Screen-Shot-2017-04-27-at-12.37.00

Sölvi Blöndal lauk B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands með áherslu á verðmyndun á fasteignamarkaði. Sölvi starfaði fyrir Greiningardeild Kaupþings frá 2007 fram í ágúst 2008 og hafði með höndum greiningar á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Sölvi lauk síðan M.Sc. prófi í hagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi árið 2010. Á árunum 2010-2011 stundaði Sölvi  rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank ásamt því að starfa að fasteignarannsóknum fyrir GAMMA. Frá febrúar 2012 hefur Sölvi haft doktorsstöðu við Háskólann í Stokhólmi sem fjármögnuð er af Handelsbanken og Sveriges Riksbank með rannsóknir á fjármála og fasteignabólum í Skandinavíu sem viðfangsefni.

 

Senda grein