FréttirGAMMA er þátttakandi í umræðu um efnahagsmál

17.3.2017 Skoðun Starfsemi

Starfsfólk GAMMA hefur frá stofnun félagsins árið 2008 tekið virkan þátt í umræðum um efnahagsmál í ræðu og riti. Hér að neðan er dæmi um það sem birst hefur frá áramótum.

Screen-Shot-2017-03-16-at-11.20.36

Frá áramótum hefur starfsfólk GAMMA Capital Management tjáð sig reglulega um efnahagsmál í ræðu, riti og umfjöllun fjölmiðla. Á fimmtudaginn birtist grein í Viðskiptablaðinu eftir Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóra sjóða GAMMA, þar sem hann gagnrýnir framkvæmd Seðlabankans á innflæðishöftum.

Valdimar Ármann, nýr forstjóri GAMMA, var svo í spjalli við Bloomberg í vikunni vegna frétta af afléttingu hafta. Gísli Hauksson, fráfarandi forstjóri GAMMA, átti í sömu viku samtal við The Times um endurreisn efnahagslífsins og vinsældir Íslands. 

Það sem af er ári höfum við meðal annars látið okkur peningamál V6-170118807og gjaldeyrishöft varða. Gísli gagnrýndi í byrjun árs í viðtali við Morgunblaðið hvernig Seðlabankinn mismunaði ólíkum sparnaðarformum þegar lífeyrissjóðum voru veittar auknar undanþágur frá höftum til að fjárfesta erlendis.

Screen-Shot-2017-02-16-at-13.52.19Valdimar hefur látið til sín taka í umræðu um vaxtastefnuna sem hann segir að verði að taka tillit til breyttra aðstæðna í hagkerfinu vegna mikils innstreymis gjaldeyris. Agnar hefur stutt við þetta sjónarmið Valdimars meðal annars í greininni Kæri Lars þar sem hann svarar sjónarmiðum danska hagfræðingsins Lars Christansen, sem taldi hér ekki svigrúm til að slaka ápeningalegu aðhaldi Seðlabankans.

Þess á milli birtum við reglulega á gamma.is fréttir af þróun á mörkuðum og hvernig vísitölur þróast. Jóhann Gísli Jóhannsson, sjóðstjóri, fór yfir þróun á innlenda hlutabréfamarkaðnum og frammistöðu sjóða GAMMA í fyrra. Valdimar Ármann sagði í viðtali við Frjálsa verslun að það hefði komið á óvart hversu mikill munur var á hækkun og lækkun bréfa í einstökum félögum. Þróun fasteignamarkaðarins er umræða sem hefur vakið mikla athygli og fór Sölvi Blöndal, sérfræðingur hjá GAMMA,  yfir forsendur verðhækkana fasteigna í grein á ensku.

Gislividskiptathing3

Þá höfum við ákveðna sýn á þróun efnahagslífsins og nefndi Gísli Hauksson í erindi á Viðskiptaþingi að svigrúm væri til að draga úr umsvifum hins opinbera á orkumarkaði. Hægt væri að greiða niður mikið af skuldum skattgreiðenda með því að stíga lítið skref í þá átt. Fékk hann skæðadrífu af ósæmilegum ummælum fyrir sem var efni í snarpa svargrein sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fylgist með okkur

Við gerum þessu öllu reglulega skil á heimasíðu GAMMA Capital Management, gamma.is, þar sem hægt er að skrá sig fyrir áskrift að fréttum. Einnig erum við dugleg að setja ýmsan fróðleik á Facebook síðuna okkar, bæði sem snýr að efnahagsmálum og öðru áhugaverðu í rekstri fyrirtækisins. Þá deilum við forvitnilegum greinum og sjónarmiðum á twitter síðunni okkar sem er þess virði að elta.

Senda grein