Fréttir



  • Gisli-Hauksson-08

Óánægja með und­anþágur Seðlabank­ans

2.1.2017 Skoðun

Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA Capital Management gagnrýnir ákvörðun Seðlabankans í viðtali við Morgunblaðið á dögunum

Breyt­ing­ar á viðmiði við skipt­ingu 100 millj­arða fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ar Seðlabank­ans milli líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­ing­ar í fjár­mála­gern­ing­um út­gefn­um í er­lend­um gjald­eyri valda því að svo­nefnd­ir inn­flæðis­sjóðir bera minna úr být­um en hinir sem hafa út­streymi um­fram inn­streymi.

„Að sjálf­sögðu þurfti í upp­hafi að ákveða hvernig þess­um und­anþágum skyldi skipt milli sjóða, en mér finnst það sæta furðu að þess­um hlut­föll­um sé nú breytt,“ seg­ir Hreggviður Inga­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar hjá Lífs­verki, líf­eyr­is­sjóði. „Ef tekið er dæmi af sjóði með nettó inn­flæði, þá gef­ur auga­leið að sá sjóður þarf að fá meiri heim­ild til er­lendra fjár­fest­inga en hinir sem ekki er þannig ástatt um, þar sem inn­flæðið er í ís­lensk­um krón­um og þar með hef­ur það áhrif til lækk­un­ar hlut­falls er­lendra eigna.“ Hann seg­ir að viðbúið sé að önn­ur sjón­ar­mið séu uppi um þetta atriði. „En svona horf­ir þetta við okk­ur.“

Breytt hlut­föll

Svo sem fram hef­ur komið gaf bank­inn út heim­ild­ina til líf­eyr­is­sjóða og annarra vörsluaðila líf­eyr­is­sparnaðar á miðviku­dag. Er það í fram­haldi af sam­bæri­leg­um heim­ild­um sem bank­inn hef­ur veitt þess­um aðilum á und­an­förn­um miss­er­um. Það vek­ur at­hygli að upp­haf­lega var við skipt­ingu milli sjóðanna miðað við að sam­tala eigna hvers um sig fengi 80% vægi, en iðgjöld að frá­dregn­um greidd­um líf­eyri fengi 20% vægi. Við út­gáfu síðari heim­ilda voru þessi hlut­föll færð í 85% á móti 15%. Nú hef­ur þess­um hlut­föll­um enn verið breytt þannig að miðað er við 86% vægi eigna og 14% vægi til iðgjalda að frá­dregn­um líf­eyr­is­greiðslum.

Þannig ber sjóður þar sem iðgjalda­greiðandi sjóðsfé­lag­ar eru í meiri­hluta minna úr být­um en sjóðir þar sem sam­setn­ing sjóðsfé­laga er á ann­an veg. Í sam­töl­um Morg­un­blaðsins við full­trúa sjóða sem fylla fyrri flokk­inn taka menn í svipaðan streng og Hreggviður Inga­son hjá Lífs­verki og benda á að ekki ætti að vera minni þörf fyr­ir að fjár­festa í fjár­mála­gern­ing­um í er­lendri mynt, þar sem meg­in­til­gang­ur þess er að dreifa áhættu. Það hljóti að eiga við jafnt um alla, óháð því hver sam­setn­ing sjóðsfé­laga er.

Í til­kynn­ingu frá bank­an­um vegna heim­ild­ar­inn­ar seg­ir: „Sem fyrr eru rök­in fyr­ir heim­ild­inni þau að þjóðhags­leg­ur ávinn­ing­ur fylg­ir því að líf­eyr­is­sjóðir bæti áhættu­dreif­ingu í eigna­söfn­um sín­um. Þá er æski­legt að draga úr upp­safnaðri er­lendri fjár­fest­ing­arþörf þeirra áður en fjár­magns­höft verða end­an­lega losuð og þar með hættu á óstöðug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um.“

Að til­lögu líf­eyr­is­sjóðanna

Sem fyrr seg­ir er það Seðlabank­inn sem gef­ur út und­anþág­una. Í svari frá bank­an­um um hver rök­in væru að baki þess­ari breyt­ingu seg­ir: „Skipt­ing­in um hlut­fall eigna og hreins inn­streym­is er gerð að til­lögu vinnu­hóps á vett­vangi Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða. Hlut­fall hreins inn­streym­is fer lækk­andi í út­reikn­ing­um sam­kvæmt til­lög­um vinnu­hóps Lands­sam­tak­anna sam­fara hærri fjár­hæðum líf­eyr­is­sjóðanna til er­lendra fjár­fest­inga. Það er ástæða þess að hlut­fall eigna er 86% við þessa ákvörðun.“

Víðar óánægja með und­anþágu

En það eru fleiri en inn­flæðis­sjóðir sem eru gagn­rýn­ir á þess­ar und­anþágur.

„Aft­ur er Seðlabank­inn að opna á þessa heim­ild fyr­ir líf­eyr­is­sjóði og aðra vörsluaðila sér­eign­ar­sparnaðar en ekki önn­ur sparnaðarform. Sér­eign­ar­sparnaður er val­kvæður sparnaður sem lands­mönn­um stend­ur til boða. Það er verið að verðlauna þarna eitt sparnaðarform um­fram annað,“ seg­ir Gísli Hauks­son, for­stjóri GAMMA. „Af hverju eru ekki verðbréfa­sjóðir í þessu líka? Þeir eru und­ir ef­ir­liti Seðlabanka, Fjár­mála­eft­ir­lits og svo fram­veg­is. Hvers á til dæm­is ein­yrk­inn að gjalda með verk­taka­greiðslur og greiðir ekki í sér­eign­ar­sparnað en kýs að fjár­festa í verðbréfa­sjóðum hjá sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­um? Þetta er hrein mis­mun­un.“

Morg­un­blaðið greindi frá því síðastliðið sum­ar að GAMMA hygðist leita rétt­ar síns vegna þess­ara und­anþága.

„Við sögðum síðasta sum­ar að við mynd­um leita rétt­ar okk­ar. Við höf­um kannað hvaða leiðir eru fær­ar í því efni. Þær eru hins veg­ar all­ar mjög tíma­frek­ar. Við höf­um lifað í þeirri trú að höft­in séu að fara. Einu aðilarn­ir sem eru þeirr­ar skoðunar að ekki sé hægt að lyfta höft­um eru ör­fá­ir starfs­menn Seðlabank­ans. Aðrir segja að það ætti að vera vanda­laust með 6 millj­arða evra gjald­eyr­is­vara­forða, jafn­v­irði vel yfir 700 millj­arða króna eða 35% af vergri lands­fram­leiðslu, sem eru þre­fald­ar skamm­tíma­skuld­ir þjóðarbús­ins í er­lendri mynt. Maður er alltaf að von­ast til að stig­in verði skref í millitíðinni þannig að ekki þurfi að fara dóm­stóla­leiðina. En ef þetta er það sem koma skal þá höf­um við ekki annað val.“

*Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember 2016.

Senda grein