Fréttir



Vísitölur GAMMA og Vísitölusjóður GAMMA

11.6.2013 Starfsemi Vísitölur

Allt frá árinu 2009 hefur GAMMA veitt fjárfestum endurgjaldslausan aðgang að vísitölum GAMMA um skuldabréfamarkaðinn og nú nýverið hlutabréfamarkaðinn. Eru vísitölur GAMMA liður í því að stuðla að gagnsæi og framþróun á íslenskum verðbréfamarkaði.

Vísitölur GAMMA og Vísitölusjóður GAMMA

Allt frá árinu 2009 hefur GAMMA veitt fjárfestum endurgjaldslausan aðgang að  vísitölum GAMMA um skuldabréfamarkaðinn og nú nýverið hlutabréfamarkaðinn. Eru vísitölur GAMMA liður í því að stuðla að gagnsæi og framþróun á íslenskum verðbréfamarkaði.

Brautin rudd árið 2009

Skuldabréfavísitala GAMMA hefur verið birt opinberlega frá nóvember 2009 og hlaut hún góðar viðtökur enda var hún nýjung á íslenskum skuldabréfamarkaði þar sem markaðsverðmætavigtaðar skuldabréfavísitölur þekktust ekki hér á landi. Hefur hún verið tekin upp hjá mörgum fjárfestum sem fjárfestingarviðmið skuldabréfamarkaðar.

Vísitölusjóður 2010

Aukinheldur var árið 2010 stofnaður vísitölusjóður, GAMMA: INDEX, með þá fjárfestingarstefnu að fjárfesta í samræmi við Skuldabréfavísitölu GAMMA, sjá má frammistöðu sjóðsins bæði á www.keldan.is og www.sjodir.is. Miðað við gögn á Keldunni er GAMMA: INDEX í flokki með 15 öðrum sambærilegum sjóðum. Ávöxtun GAMMA: INDEX hefur verið með miklum ágætum og sjóðurinn verið í  í þriðja sæti yfir bestu ávöxtun litið aftur 6 mánuði, þriðja sæti litið aftur eitt ár, fimmta sæti litið aftur 2 ár og fjórða sæti litið aftur 3 ár. Sjóðurinn er hagstæðast verðlagður allra 15 samanburðarsjóðanna og er árleg umsýsluþóknun 0,45%.

Sjá má nánari upplýsingar, einblöðung og reglur um vísitölu sjóðinn á heimasíðu GAMMA:

http://www.gamma.is/sjodir/gamma-index/.

Hlutabréfavísitala 2013

GAMMA hóf svo nýverið að birta Hlutabréfavísitölu GAMMA sem er byggð upp með svipuðum hætti og Skuldabréfavísitala GAMMA. Var um nýjung að ræða á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Upplýsingar fyrir áhugasama

Í lok hvers dags er sendur tölvupóstur til áskrifenda með greinargóðu yfirliti yfir breytingu dagsins á báðum vísitölunum sem og undirliggjandi verðbréfum ásamt veltu. Sögulega þróun má nálgast á Datamarket og Bloomberg. Samsetning vísitalna er opinberlega birt á heimasíðu GAMMA og einnig er sent út yfirlit þegar hún er endurskoðuð; mánaðarlega í tilviki Skuldabréfavísitölunnar og ársfjórðungslega í tilviki Hlutabréfavísitölunnar.

Opinber og gjaldfrjáls yfirlit

Mánaðayfirlit yfir Skuldabréfavísitölur GAMMA, ávöxtun og samsetningu, er sent út í byrjun hvers mánaðar – nálgast má síðustu uppfærslu hér:

Aðferðafræði Hlutabréfavísitölu má nálgast hér:

Aðferðafræði Skuldabréfavísitölu má nálgast hér:

Allar nánari upplýsingar má fá hjá gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein