Fréttir



Umfjöllun um Hlutabréfavísitölu GAMMA

7.6.2013 Starfsemi Vísitölur

Hlutabréfavísitala GAMMA sem var opinberuð nýlega hefur hlotið víðtæka athygli.

Hlutabréfavísitala GAMMA sem var opinberuð nýlega hefur hlotið víðtæka athygli og hefur m.a. verið fjallað um hana í Morgunblaðinu (sjá pdf af blaðsíðu hér), mbl.is (hér) og vb.is (hér).

Einnig hefur verið birt stutt lýsing á aðferðafræði að baki vísitölunum og má nálgast hér. Enn frekari umfjöllun af hálfu GAMMA má finna hér.

Vísitalan er nú aðgengileg hjá Datamarket undir sama gagnasetti og Skuldabréfavísitölur GAMMA og má sjá hér á heimasíðu Datamarket. Vísitalan er bakreiknuð aftur til byrjun árs 2009 og er þá með gildið 100.

Hægt er að fá vísitöluna senda endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags með því að gerast áskrifandi að vísitölu póstlista GAMMA. Skráning fer fram með því að senda email á gamma@gamma.is. Þar má einnig óska eftir nánari upplýsingum og sögulegum gildum. Ekkert gjald er tekið fyrir notkun á Hlutabréfavísitölu GAMMA en óskað er eftir því að heimildar sé getið. Einnig verður vísitalan bráðlega aðgengileg á Bloomberg.

Senda grein