FréttirNý skuldabréf tekin inn í Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa

2.6.2017 Vísitölur

Samsetning Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa er endurstillt mánaðarlega með tilliti til samsetningar vísitölunnar, þar sem of stutt skuldabréf detta út og nýjum skuldabréfum með viðskiptavakt er hleypt inn. Að þessu sinni er tveimur nýjum skuldabréfum bætt við vísitöluna - REGINN290547 og ISLA CBI 30.

Reginn samdi nýverið við Landsbankann um að annast viðskiptavakt með skuldabréfaflokkinn REGINN290547 sem gerir hann gjaldgengan inn í vísitöluna. Bréfið er verðtryggt og greiðir 3,5% fasta vexti og jafnar afborganir. Lokagjalddagi bréfsins er í maí 2047. Stærð flokksins nú er 7,1 ma.kr. sem gefur bréfinu 2% vægi í vísitölunni. inn í vísitöluna. Bréfið er verðtryggt greiðir 3,5% . Lokagjalddagi bréfsins er í maí 2047. Stærð nú er 7,1 ma.kr. sem bréfinu 2% vægi í vísitölunni.

ISLA CBI 30 er sértryggt og verðtryggt skuldabréf útgefið af Íslandsbanka. Um er að ræða nýjan flokk í sértryggðu skuldabréfasafni Íslandsbanka. Stærð flokksins er nú 7,3 ma.kr. sem gefur bréfinu 2,2% vægi í vísitölunni. Vægi bréfsins í sértryggðu undirvísitölunni er jafnframt 3,3%.

REGINN290547 og ISLA CBI 30 bætast nú við þá flóru fyrirtækjaskuldabréfa sem saman mynda Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa (GAMMA: Corporate Bond Index) og er þessum nýju viðbótum tekið fagnandi. Samanlagður fjöldi skuldabréfa innan vísitölunnar er nú kominn upp í 27 talsins, þar af 19 sértryggð skuldabréf.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa var sett á laggirnar í september 2013 og er reiknuð aftur til ársloka 2011 (stillt á 100 þann 30.12.2011). Vísitalan nær yfir þann hluta skuldabréfamarkaðarins sem stendur utan við ríkisskuldabréfamarkaðinn og samanstendur af sértryggðum skuldabréfum bankanna, útgáfum Lánasjóðs sveitarfélaga og Reykjavíkur ásamt öðrum fyrirtækjaskuldabréfum. Nánari upplýsingar um Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa og aðrar vísitölur GAMMA má finna á heimasíðu okkar www.gamma.is/visitolur/

Screen-Shot-2017-06-06-at-14.49.21

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma(at)gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein