Fréttir



Lausafjársjóðurinn GAMMA: LIQUID

21.9.2016 Starfsemi

Lausafjársjóðurinn GAMMA: LIQUID er tæpir 12ma að stærð og hentar einkar vel til ávöxtunar á fé til skemmri eða millilangs tíma.

Sjóðurinn, sem er fjárfestingarsjóður opinn fyrir alla fjárfesta, fjárfestir eingöngu í bundnum innlánum bankanna og bankavíxlum með það að markmiði að bjóða upp á stöðuga og góða ávöxtun samhliða miklum seljanleika. Líftími eigna sjóðsins er þrír mánuðir og er hann fjárfestur að þriðjungi í bankavíxlum og tveimur þriðju í bundnum innlánum.  

Enginn kostnaður er við kaup eða sölu í sjóðnum, árleg umsýsluþóknun er lág eða einungis 0,4% á ári og viðskipti fara fram með dagsfyrirvara. Meðal ávöxtunarkrafa eigna sjóðsins er nú rúmlega 6% á ársgrundvelli (fyrir umsýsluþóknun).

Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða, er sjóðsstjóri LIQUID. Valdimar er menntaður hagfræðingur og með meistargráðu í fjármálaverkfræði. Valdimar starfaði á fjármálamarkaði um 7 ára skeið í London og New York áður en hann gekk til liðs við GAMMA árið 2009. Valdimar starfaði árin 2000-2002 hjá Búnaðarbankanum í afleiðum og gjaldeyrisviðskiptum. Ásamt störfum sínum hjá GAMMA er Valdimar er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og kennir hann nú m.a. námskeiðið Skuldabréf í meistaranámi í fjármálahagfræði. Valdimar hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í London, New York og á Íslandi.
 

Allar nánari upplýsingar, reglur og lykilupplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins hér, http://www.gamma.is/sjodir/gamma-liquid/, eða hjá GAMMA í síma 519-3300 eða email hjá sjóðsstjóra valdimar@gamma.is.

Senda grein