GAMMA: LIQUID

Fjárfestingarmarkmið

Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda sjóðsins með fjárfestingum í fjármálagerningum fjármálafyrirtækja, bankavíxlum og innlánum, með skemmri lánstíma en 1 ár en einnig hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í ríkisverðbréfum.

GAMMA: LIQUID fjárfestir í innlánum og bankavíxlum fjármálafyrirtækja, að hámarki 40% pr mótaðila, og mega bankavíxlar að hámarki vera 50% af stærð sjóðs og að hámarki 20% í hverjum útgefanda. Einnig er heimilt til að fjárfesta í vel tryggðum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði.

Leitast er við að takmarka áhættu með því að dreifa innlánum og fjárfestingum í bankavíxlum á fleiri en einn aðila.

Virk fjárfestingarstefna

Sjóðurinn beitir virkri fjárfestingarstefnu með þeirri aðferðafræði sem GAMMA hefur þróað og notað við stýringu annarra skuldabréfasjóða. Við stýringu á GAMMA: LIQUID er byggt á reynslu við stýringu á GAMMA: LIQUIDITY Fund sem hefur verið í rekstri frá 2011. Sú aðferðarfræði  býður upp á góða möguleika á að skila umframávöxtun miðað við skammtímaávöxtun markaðar sem og sambærilega sjóði.

Virk fjárfestingarstefna í skammtímasjóði felur t.a.m í sér að breyta vægi á milli innlána og víxla eftir tímalengd og mótaðila. Einstaka eignir sjóðsins geta haft lengri líftíma en 1 ár en meðallíftími sjóðsins skal vera styttri en 1 ár.

Á tímum mikillar óvissu og umróta á fjármálamörkuðum getur sveigjanleiki og virk stýring gegnt lykilhlutverki við að ná góðri ávöxtun. 

Af hverju GAMMA: LIQUID?

  • Skammtímasjóður með virkri stýringu.
  • Lág umsýsluþóknun 0,40%.
  • Enginn munur á kaup- og sölugengi.
  • Engin kaup- eða söluþóknun.
  • Rafrænt skráður; fjárfestar geta því geymt skírteini í sjóðnum hjá hvaða bankastofnun sem er.
  • Laus með dagsfyrirvara - uppgjör T+1.

Nánari upplýsingar

  • Gengisuppreikningur daglega.
  • Rafrænt skráður hjá Verðbréfaskráningu.


Nánari upplýsingar má nálgast í lykilupplýsingum, útboðslýsingu og reglum hér til hliðar.Skattlagning

Skattaleg meðferð hlutdeildarskírteina í Skammtímasjóði GAMMA fer eftir lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, eins og þau eru á hverjum tíma. Af hlutdeildarskírteinum í sjóðnum greiðist fjármagnstekjuskattur. Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér skattalega stöðu sína og er ráðlagt að leita til sérfróðra aðila á því sviði, s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.

Árshlutareikningur Fjárfestingarsjóðs GAMMA

Ársreikningur Fjárfestingarsjóðs GAMMA