Fréttir



Nýr lausafjársjóður GAMMA: LIQUID

2.3.2016 Starfsemi

Í byrjun febrúar stofnaði GAMMA nýjan lausafjársjóð, GAMMA: LIQUID Fund, sem hefur það markmið að bjóða upp á stöðuga og góða ávöxtun samhliða miklum seljanleika. 

Í byrjun febrúar stofnaði GAMMA nýjan lausafjársjóð, GAMMA: LIQUID Fund, sem hefur það markmið að bjóða upp á stöðuga og góða ávöxtun samhliða miklum seljanleika. Sjóðurinn hentar vel til ávöxtunar á fé til skemmri tíma eða fyrir fjárfesta sem vilja litlar sveiflur í ávöxtun.

Fjárfest er í fjármálagerningum fjármálafyrirtækja, þ.e. bankavíxlum og innlánum, með skemmri lánstíma en 12 mánuði. Jafnframt hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í ríkisvíxlum og ríkisskuldabréfum. Pantanir í sjóðnum sem berast fyrir kl. 14 eru á uppgjöri næsta viðskiptadag (T+1) og er enginn kostnaður við kaup eða sölu.

Sjóðurinn er nú tæpir þrír milljarðar að stærð og eru meðalvextir eigna sjóðsins um 6% eftir þóknanir. Sjá má samanburð ávöxtunar skammtímasjóða á www.keldan.is.

Á heimasíðu sjóðsins, http://www.gamma.is/sjodir/gamma-liquid/, má nálgast allar upplýsingar um sjóðinn s.s.:

GAMMA: LIQUID fjárfestir í innlánum og bankavíxlum fjármálafyrirtækja, að hámarki 40% pr mótaðila, og mega bankavíxlar að hámarki vera 50% af stærð sjóðs og að hámarki 20% í hverjum útgefanda. Sjóðurinn beitir virkri fjárfestingarstefnu og leitast er við að takmarka áhættu með því að dreifa innlánum og fjárfestingum í bankavíxlum á fleiri en einn aðila.

Áhættustýring sjóðsins felst í því að tímalengdir og stærðir innlána og bankavíxla eru ákveðnar út frá áhættumati á mótaðila og að teknu tilliti til lausafjárstýringar sjóðsins. Fjárfest er samhliða í innlánum og bankavíxlum og saman stuðlar þessi fjárfestingastefna að eigna- og áhættudreifingu m.t.t. lausafjár- og mótaðilaáhættu. Samsetning sjóðsins er birt mánaðarlega í einblöðungi sem er opinber og aðgengilegur. Fjárfestingarheimildir sjóðsins eru eftirfarandi:

Innlán fjármálafyrirtækja með 12 mánaða eða skemmri binditíma. 30 – 100%
Víxlar útgefnir af fjármálafyrirtækjum. 0 – 50%
Verðbréf og peningamarkaðsgerningar (svo sem skuldabréf og víxlar) sem gefnir eru út af ríkissjóði. 0 – 70%
Afleiður, þar sem undirliggjandi eign er gefin út af ríkissjóði. 0 – 10%

 Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má nálgast hjá sjóðsstjórum, á heimasíðu hér, eða í síma 519-3300.

Senda grein