FréttirBreyting á reglum GAMMA: Covered og ársafmæli

9.2.2016 Starfsemi

GAMMA: Covered Bond Fund hefur verið starfræktur í 1 ár. Nú hefur uppgjörstíma sjóðsins verið breytt í hefðbundna 2 viðskiptadaga, enda hefur markaður með sértryggð skuldabréf tekið stakkaskiptum með auknum útgáfum og umtalsverðri aukningu í veltu og seljanleika.

Þann 6. febrúar 2015 stofnaði GAMMA fjárfestingarsjóð utan um sértryggð skuldabréf, GAMMA: Covered Bond Fund, sem býður upp á gott aðgengi inn á þennan nýja markað. Sjóðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur á sínu fyrsta starfsári og er rúmir 2,7ma að stærð.

Fyrsta árið hefur uppgjör innlausna verið með 5 daga seinkun (T+5) og var ástæðan vegna seljanleika sértryggðra bréfa á markaði.  Í janúar staðfesti FME þá breytingu á reglum sjóðsins að uppgjörstími er nú hefðbundinn þ.e. með 2 daga seinkun (T+2).

Á síðastliðnu ári hefur markaður með sértryggð skuldabréf tekið stakkaskiptum með auknum útgáfum, og umtalsverðri aukningu í veltu og seljanleika. Það er gott tækifæri að koma sér fyrir í sértryggðum bréfum og sértryggði markaðurinn býður upp á góða möguleika á virkri stýringu.  

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má nálgast hjá sjóðsstjórum, á heimasíðu hér, þar sem einnig má finna reglur og lykilupplýsingar, eða í síma 519-3300.

 

Senda grein