FréttirVísitölur GAMMA - póstlisti

15.5.2015 Starfsemi Vísitölur

Vísitölur GAMMA gefa mynd af almennri þróun á íslenskum verðbréfamörkuðum. Hægt er að skrá sig á daglegan póstlista á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

GAMMA hóf almenna birtingu á Skuldabréfavísitölu GAMMA árið 2009, með það markmið að stuðla að gagnsæjum og skilvirkum skuldabréfamarkaði. Síðan þá hefur vísitölunum farið fjölgandi og eru í dag 7 talsins og samanstanda af markaðsvísitölu, hlutabréfavísitölu og fimm skuldabréfavísitölum. Nýjasta viðbótin er sértryggða vísitalan GAMMAcb, undirvísitala í Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa, sem inniheldur sértryggð skuldabréf Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.

Nálgast má gögn um gengi vísitalnanna á Bloomberg og DataMarket auk þess sem hægt er að skrá sig á daglegan póstlista með gengi vísitalnanna og ávöxtun yfir mismunandi tímabil. Jafnframt fylgja með daglegar verðbreytingar þeirra skulda- og hlutabréfa sem eru í vísitölunum. Pósturinn gefur því heildstætt yfirlit yfir þróun á íslenskum verðbréfamörkuðum í lok hvers dags.

Sýnishorn af daglegum pósti (frá 11. maí 2015)

Nánari upplýsingar um aðferðafræði vísitalnanna má nálgast hér. Þeir sem óska eftir að skrá sig á póstlistann geta látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

gerast áskrifandi


Senda grein