FréttirNýr sjóður GAMMA um sértryggð skuldabréf

17.2.2015 Starfsemi

GAMMA hefur opnað nýjan fjárfestingarsjóð sem fjárfestir í sértryggðum skuldabréfum. Sjóðurinn er opinn öllum fjárfestum og hentar vel fyrir fjárfestingar í sértryggðum skuldabréfum með virkri stýringu.

GAMMA: Covered Bond Fund er nýr fjárfestingarsjóður sem fjárfestir að meginhluta í sértryggðum skuldabréfum útgefnum skv. lögum nr 11/2008. Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu í sértryggðum skuldabréfum. Sjóðurinn er opinn öllum fjárfestum og hentar vel fyrir fjárfestingar í sértryggðum skuldabréfum með virkri stýringu.

Sértryggð skuldabréf eru áhugaverð nýjung á íslenskum fjármálamarkaði og bjóða þau upp á ágætt álag á ríkisskuldabréf án mikillar mótaðilaáhættu. Sjóður um sértryggð skuldabréf hentar fjárfestum einkar vel þar sem einingar útgefinna bréfa eru háar eða 10 til 20 milljónir króna. GAMMA: Covered Bond Fund býður upp á skýran valkost í fjárfestingu í skuldabréfum fyrir fjárfesta sem vilja dreifingu í sínum eignasöfnum.

Nánari upplýsingar:

  • Virk stýring og sveigjanleiki í líftíma
  • Daglegur gengisuppreikningur
  • Rafræn skráning hlutdeildarskírteina
  • Árleg umsýsluþóknun 0,90%
  • Gengismunur 0,90%

Sjóðsstjórar eru Agnar Tómas Möller og Valdimar Ármann sem hafa starfað hjá GAMMA frá 2008 og 2009.

Markaður með sértryggð skuldabréf er að ryðja sér til rúms á Íslandi og gefa viðskiptabankarnir þrír nú út sértryggð skuldabréf til fjármögnunar lána til íbúðarhúsnæðis. Fyrstu bréfin voru gefin út í byrjun árs 2012 og eru nú um 55 milljarðar útgefnir í 15 útgáfum. Um 70% af útgáfu er verðtryggð og meðallíftími þeirra er um 5,1 ár. Gert er ráð fyrir að um 20-30 milljarðar verði gefnir út á þessu ári og markaðurinn er að taka á sig ágæta mynd.

Í stuttu máli eru sértryggð skuldabréf, útgáfa skv. lögum nr 11/2008 háð leyfi FME og njóta þau tryggingaréttinda í skuldabréfum og öðrum eignum viðkomandi tryggingasafns. Tryggingasafn og veðhlutföll lúta ströngum skilyrðum samkvæmt lögunum og viðvarandi eftirliti. Eftirlit með því að útgáfa sértryggðra skuldabréfa uppfylli skilyrði laganna er í höndum sjálfstæðs skoðunarmanns (en tilnefning hans er staðfest af FME) og Fjármálaeftirlitsins.  

Nánari upplýsingar má sjá í upplýsingablaði á heimasíðu GAMMA hér. Og lykilupplýsingar, reglur og útboðslýsingu sjóðsins má nálgast hér. Einnig má fá nánari upplýsingar hjá sjóðsstjórum sjóðsins í síma 519-3300 eða á emaili gamma@gamma.is.


Fyrirvari: 

Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með verðbréf. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAM Management hf. sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu samvisku miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara. Þó svo upplýsingar þær sem birtast í þessari umfjöllun komi frá heimildum sem við teljum vera áreiðanlegar og þó svo við höfum lagt okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinganna á útgáfudegi þá ábyrgjumst við ekki beint eða óbeint notagildi þeirra varðandi forspá um framtíðarávöxtun eða mat á núverandi verðgildi eða framtíðarverðgildi verðbréfa. Umfjöllunin ætti hvorki að skoðast sem fullnægjandi lýsing á þeim verðbréfum né á þeim mörkuðum sem hér er vitnað til. Skoðanir, sem látnar eru í ljós, kunna að vera ólíkar skoðunum á sama efni sem látnar eru í ljós af öðrum starfsmönnum GAM Management hf. og stafar það af því að beitt er mismunandi forsendum eða aðferðafræði. GAM Management hf. er rekstrarfélag Fjárfestingarsjóðs GAM Management hf. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á heimasíðu GAM Management hf. eða á skrifstofu félagsins. Almennt fylgir áhætta fjárfestingu í verðbréfasjóðum, fjárfestingarsjóðum og fagfjárfestasjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað, m.a. vegna áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðils þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun.

 

Senda grein