Fréttir18 mánaða rekstrarsaga EQUITY og CREDIT

2.10.2014 Starfsemi

Sjóðir GAMMA um hlutabréf, GAMMA: EQUITY, og fyrirtækjaskuldabréf, GAMMA: CREDIT, hafa nú verið starfræktir í 18 mánuði. Frá stofnun sjóðanna hefur ávöxtun EQUITY verið 20% samanborið við 5,4% hækkun á Hlutabréfavísitölu GAMMA og ávöxtun CREDIT verið 6,5% samanborið við 4,5% hækkun á Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa.

Sjóðir GAMMA um hlutabréf, GAMMA: EQUITY, og fyrirtækjaskuldabréf, GAMMA: CREDIT, hafa nú verið starfræktir í 18 mánuði. Frá stofnun sjóðanna hefur ávöxtun EQUITY verið 20% samanborið við 5,4% hækkun á Hlutabréfavísitölu GAMMA og ávöxtun CREDIT verið 6,5% samanborið við 4,5% hækkun á Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa. Fjárfestingarsjóðir GAMMA eru rafrænt skráðir og opnir fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.

EQUITY

GAMMA: EQUITY er um 1 milljarður að stærð og eru stærstu eignir sjóðsins í Högum, N1 og Eimskip ásamt fasteignafélögunum Reginn og Eik. Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að auka raunverðmæti sjóðsins með virkri stýringu í innlendum hlutabréfum. Frá stofnun sjóðsins hefur ávöxtun EQUITY verið 20% samanborið við 5,4% hækkun Hlutabréfavísitölu GAMMA. Sjá hér http://data.is/1rPdOMT.

Sjá má nánari upplýsingar s.s. reglur og útboðslýsingu um sjóðinn hér:
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-equity/

CREDIT

GAMMA: CREDIT er um 4,3 milljarðar að stærð og fjárfestir að meginhluta í skuldabréfum án ríkisábyrgðar. Sjóðurinn á hlut í um 35 fjármálagerningum og hefur það að markmiði að byggja upp vel dreift safn traustra og áreiðanlegra útgefanda. Meðal stærstu eigna sjóðsins eru skuldabréf útgefin af Hitaveitu Suðurnesja, Skipti, Reginn og HS veitum ásamt sértryggðu skuldabréfum bankanna. Einnig eru útgáfur með ríkisábyrgð eins og Farice. Líftími sjóðsins er um 4,5 ár og verðtryggingarhlutfall um 75%.

Frá stofnun hefur ávöxtun CREDIT verið um 6,5% samanborið við 4,5% hækkun Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa. Sjá hér: http://data.is/1rPdNbV.

Sjá má nánari upplýsingar s.s. reglur og útboðslýsingu um sjóðinn hér:
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-credit/

Nálgast má upplýsingar um sögulega þróun sjóðanna og samanburð á vefsíðu Keldunnar www.keldan.is, Datamarket www.datamarket.is og sjodir.is.

Allar nánari upplýsingar gefur Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða í tölvupósti valdimar@gamma.is eða síma 519-3304.

Hafa verður í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

 

Fyrirvari:

Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með verðbréf. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAM Management hf. sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu samvisku miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara. Þó svo upplýsingar þær sem birtast í þessari umfjöllun komi frá heimildum sem við teljum vera áreiðanlegar og þó svo við höfum lagt okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinganna á útgáfudegi þá ábyrgjumst við ekki beint eða óbeint notagildi þeirra varðandi forspá um framtíðarávöxtun eða mat á núverandi verðgildi eða framtíðarverðgildi verðbréfa. Umfjöllunin ætti hvorki að skoðast sem fullnægjandi lýsing á þeim verðbréfum né á þeim mörkuðum sem hér er vitnað til. Skoðanir, sem látnar eru í ljós, kunna að vera ólíkar skoðunum á sama efni sem látnar eru í ljós af öðrum starfsmönnum GAM Management hf. og stafar það af því að beitt er mismunandi forsendum eða aðferðafræði. GAM Management hf. er rekstrarfélag Fjárfestingarsjóðs GAM Management hf. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á heimasíðu GAM Management hf. eða á skrifstofu félagsins. Almennt fylgir áhætta fjárfestingu í verðbréfasjóðum, fjárfestingarsjóðum og fagfjárfestasjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað, m.a. vegna áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðils þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun.

Senda grein