GAMMA: Equity Fund

GAMMA: Equity Fund er fjárfestingarsjóður, skv. lögum 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, sem fjárfestir að meginhluta í skráðum hlutabréfum. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum, innlánum fjármálafyrirtækja, skuldabréfum með ríkisábyrgð og nýta sér afleiðusamninga til áhættustýringar eða sem hluta af fjárfestingarstefnu.

Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu í innlendum hlutabréfum. Helstu fjárfestingarákvarðanir sjóðsins eru ákvarðaðar af fjárfestingarteymi GAMMA. Víðtæk sérfræðikunnátta starfsmanna GAMMA á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum á sviði hlutabréfa og skuldabréfa er nýtt til að ná sem bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu.

Nánari upplýsingar

  • Gengisuppreikningur daglega
  • Viðskiptadagar miðast við kl. 14:00 og er uppgjörsdagur viðskipta t+2
  • Rafrænt skráður hjá Verðbréfaskráningu

Sjóðsstjóri og fjárfestingarteymi

Valdimar Ármann, sjóðsstjóri og forstjóri, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur
Starfaði áður hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003-2006. Hann starfaði í New York frá 2006-2008 hjá sama banka, og síðar hjá RBS sem Vice President, Head of Inflation Structuring USA. Valdimar kennir einnig sem aðjúnkt í meistaranámi í fjármálahagfræði hjá Háskóla Íslands.

Guðmundur Björnsson, verkfræðingur
Guðmundur var á árunum 2005-2008 forstöðumaður Afleiðuviðskipta Kaupþings. Guðmundur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur kennt afleiðuhluta þess prófs síðustu árin.

Áhætta

Ýmis áhætta felst í fjárfestingu í fjárfestingarsjóðum og eru þeir að jafnaði áhættumeiri en verðbréfasjóðir og getur gengi þeirra breyst töluvert. Ber helst að geta markaðs-, vaxta-, lausafjár- og mótaðilaáhættu. Fjárfesting í skráðum og óskráðum hlutabréfum fylgir þónokkur markaðsáhætta. Áhrifum gætir í tíðum verðbreytingum á bréfum í eigu sjóðsins sem endurspeglast í verði hlutdeildaskirteina. Mótaðilaáhætta er umtalsverð þar sem sjóðurinn getur verið fullfjárfestur í hlutabréfum fyrirtækja. Dregið er úr lausafjáráhættu með því að geyma hluta eignasafnins í reiðufé eða auðseljanlegum eignum.

Upplýsingar um tíu stærstu útgefendur eigna sjóðsins eru reglulega birtar í útgefnu efni um sjóðinn og má finna í upplýsingablaði um sjóðinn sem er uppfært mánaðarlega hér til hliðar.

Valdimar Ármann veitir frekari upplýsingar um sjóðinn í síma 519 3304 eða í gegnum netfangið: valdimar@gamma.is

Reglur og fjárfestingarstefnu, útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingu má finna hér til hliðar.

Skattlagning

Skattaleg meðferð hlutdeildarskírteina í Fjárfestingarsjóði GAMMA fer eftir lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, eins og þau eru á hverjum tíma. Af hlutdeildarskírteinum í GAMMA: EQUITY greiðist fjármagnstekjuskattur. Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér skattalega stöðu sína og er ráðlagt að leita til sérfróðra aðila á því sviði, s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.

Árshlutareikningur Fjárfestingarsjóðs GAMMA

Ársreikningur Fjárfestingarsjóðs GAMMA