FréttirVísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

1.7.2014 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,7% í júní. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,2% yfir sama tímabil.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,7% í júní og meðaldagsveltan var 105 milljónir.

Nýtt sértryggt skuldabréf Íslandsbanka, ISLA CBI 20, kemur inn í vísitöluna þessi mánaðamót, en flokkurinn vegur um 0,7% í vísitölunni. Ekki voru gefin út bréf í öðrum flokkum svo vigtir innan vísitölunnar breytast lítillega milli mánaða.

Hlutfall verðtryggðra bréfa er óbreytt milli mánaða og er 89% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkar um 1 ma. í mánuðinum og er nú 132 ma. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur og er 8,1 ár.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,2% í júní og nam meðaldagsveltan einum milljarði. Eina fyrirtækið sem hækkaði í mánuðinum voru Hagar (+2,2% að teknu tilliti til arðgreiðslu). Mest lækkuðu bréf í TM (-6,0%) og Vís (-4,6%). Í dag koma Sjóvá og Grandi ný inn í vísitöluna, svo fyrirtæki innan vísitölunnar eru nú orðin 12 talsins. Nánari upplýsingar um endurstillinguna má finna á http://www.gamma.is/frettirgreinar/nr/306.

Nánar um vísitölurnar og aðferðafræði þeirra má finna á http://www.gamma.is/visitolur/

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita með tölvupósti á gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein