FréttirEndurstilling Hlutabréfavísitölu GAMMA

26.6.2014 Vísitölur

Hlutabréfavísitala GAMMA bætir við sig tveimur félögum við endurstillingu 1. júlí næstkomandi. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega.

Hlutabréfavísitala GAMMA bætir við sig tveimur félögum við endurstillingu 1. júlí næstkomandi. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega. Sjóvá (SJOVA) og Grandi (GRND) bætast við vísitöluna, sem inniheldur þá 11 félög: Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, TM, Vís, Fjarskipti (Vodafone), N1, Sjóvá og Granda.

 
Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau eru síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til að minnsta kosti 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland.
 
Næsta endurstilling á sér stað mánaðamótin september-október 2014.
 
Hlutfallsleg samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir júlí 2014 verður u.þ.b.: 
 
Nánari upplýsingar um vísitöluna má sjá hér: http://www.gamma.is/visitolur/
 
Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili 
gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.
Senda grein