Fréttir



Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

2.12.2013 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,5% í nóvembermánuði, en það er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar milli mánaða. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 3,1% á sama tíma.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,5% í nóvember og hefur nú hækkað um 10,1% það sem af er ári. Meðaldagsveltan var um 266 milljónir og hefur verið um 137 milljónir að meðaltali frá áramótum.

 
Hlutfallsleg samsetning Fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir desember 2013

Litlar breytingar eru á vigtum Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa að þessu sinni. Gefin voru út bréf í flokkum ARION CBI 19, LSS34 og RVK 19 1, sem hækkar hlutfall þeirra í vísitölunni. Hæst ber að nefna að ARION CBI 19 er nú 3,6% af vísitölunni, en var um 2,4% áður en útgáfa nóvembermánaðar var tekin með í reikninginn. Hlutfall verðtryggðra bréfa er 92% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 5ma. í mánuðinum og er nú 127ma. Líftími vísitölunnar lækkaði um 0,1 ár og er nú 8,5 ár.
 
Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 3,1% í nóvember og hefur nú hækkað um 27,6% það sem af er ári. Meðaldagsveltan var um 933 milljónir og hefur verið um 894 milljónir að meðaltali frá áramótum. Mest hækkuðu bréf í Eimskip (+8,1%) og Marel (+6,7%). Tvö bréf lækkuðu í verði, VÍS (-2,4%) og Icelandair (-0,6%). Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega og mun næsta endurstilling eiga sér stað um áramótin samkvæmt þeirri aðferðafræði sem birt er á http://www.gamma.is/visitolur/.
 
Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.
 
 
Senda grein