Fréttir



Endurstilling vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa

4.11.2013 Vísitölur

Tvö ný skuldabréf bættust við Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa - GAMMA: CBI, en hún er endurstillt mánaðarlega, líkt og Skuldabréfavísitala GAMMA.
Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa - GAMMA: CBI - er endurstillt mánaðarlega, líkt og Skuldabréfavísitala GAMMA. Þá falla út þau bréf sem hafa styttra en 6 mánuði í lokagjalddaga og ný bréf eru tekin inn. Tvö ný skuldabréf voru skráð á markað með viðskiptavakt í mánuðinum og bætast við vísitöluna. Um er að ræða sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum og Íslandsbanka með lokadag árið 2016, LBANK CB 16 og ISLA CB 16. Hlutfall LBANK CB 16 í vísitölunni er um 1,0% og ISLA CB 16 er 1,4%. Þetta eru jafnframt 13. og 14. skuldabréf vísitölunnar, en fjöldi bréfa hefur farið ört fjölgandi seinustu misseri og hefur vaxið úr því að vera einungis 3 skuldabréf í ársbyrjun 2012. Heildarmarkaðsvirði vísitölunnar er nú 126 milljarðar króna sem er aukning um 12 ma frá síðustu mánaðamótum en til viðbótar við nýju skuldabréfin voru haldin útboð í LSS34 og RVK 19 1. Meðallíftími skuldabréfa í vísitölunni er 8,6 ár og 94% hennar er verðtryggð.

Ávöxtun vísitölunnar var 0,24% í október og hefur verið 10,7% það sem af er ári.

Hlutfallsleg samsetning Fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir nóvember 2013

Nánari upplýsingar um vísitöluna má sjá hér:

http://www.gamma.is/visitolur/

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

Senda grein