Fréttir



Endurstilling Hlutabréfavísitölu GAMMA

1.10.2013 Vísitölur

Hlutabréfavísitala GAMMA - GAMMA: EQI - er endurstillt ársfjórðungslega.

Hlutabréfavísitala GAMMA - GAMMA: EQI - er endurstillt ársfjórðungslega. Að þessu sinni tekur samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA engum breytingum, en vísitalan inniheldur nú 8 fyrirtæki: Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, TM, VÍS og Vodafone.
 
Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til að minnsta kosti 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðamalmarkað NASDAQ OMX Iceland.
 

Hlutfallsleg samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir október 2013

 
 
Nánari upplýsingar um vísitöluna má sjá hér:
http://www.gamma.is/visitolur/
 
Einnig má hafa samband við Ellert Arnarson hjá GAMMA fyrir frekari upplýsingar og gögn.
Senda grein