Fréttir



Hálfs árs rekstrarsaga EQUITY & CREDIT

27.9.2013 Starfsemi

Fjárfestingarsjóðir GAMMA, EQUITY og CREDIT hafa náð 6 mánaða rekstrarsögu. Ávöxtun þeirra var 8,08% og 3,18%. Sjóðirnir eru rafrænt skráðir og opnir fyrir almenna fjárfesta.
EQUITY
Ávöxtun EQUITY sjóðsins var 8,08% frá stofnun. Til samanburðar lækkaði Hlutabréfavísitala GAMMA um 1,03% á sama tíma. Á vefsíðunni keldan.is má sjá að sjóðurinn stóð sig best á þessu 6 mánaða tímabili af samanburðarsjóðum í íslenskum hlutabréfum. Sjóðurinn er 650 milljónir að stærð og opinn til fjárfestinga fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.

Sjá má nánari upplýsingar s.s. reglur og útboðslýsingu um sjóðinn hér:
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-equity/

CREDIT

Ávöxtun CREDIT sjóðsins var 3,18%, en þessi sjóður fjárfestir í skuldabréfum án ríkisábyrgðar. Sjóðurinn er 2 milljarðar að stærð og opinn fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.

Sjá má nánari upplýsingar s.s. reglur og útboðslýsingu um sjóðinn hér:
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-credit/

 

Allar nánari upplýsingar gefur Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða í tölvupósti valdimar@gamma.is eða síma 519-3304.

Hafa verður í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

Senda grein