Skuldabréfavísitölur GAMMA mars 2012
Meðaldagsveltan heldur áfram að aukast og var 16,6ma í febrúar og er meðaldagsveltan það sem af er ári 15,6ma, samanborið við 10,5ma meðaldagsveltu síðasta árs.
Þar sem styttra en 6 mánuðir eru í lokadag RB 12 dettur hann úr vísitölunni núna um mánaðamótin. Hækkuðu aðrir flokkar á móti nema HFF24 og RB19 vegna afborgunar og vaxtagreiðslna. Í febrúar var ekki mikið um útgáfu og einungis gefnir út 1,8ma í RB16.
Lækkaði hlutfall óverðtryggðra bréfa í heildarvísitölunni úr 29,2% í 26,3% og markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkaði um 51ma og er nú 1.456ma.
Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.
Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.