FréttirSkuldabréfavísitölur GAMMA febrúar 2012

1.2.2012 Vísitölur

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok janúar, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir febrúar.

  Skuldabréfamarkaðurinn byrjaði árið 2012 af krafti með töluverðum hækkunum en ummiðjan janúar tók að halla undan fæti, sérstaklega hjá óverðtryggðu vísitölunni. Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 1,2% í janúar og var hækkun verðtryggðra bréfa samkvæmt GAMMAi um 2,3%en vísitala óverðtryggðra bréfa GAMMAxi lækkaði hins vegar um 0,7%. Meðaldagsveltan var um 14,7ma í janúar sem er töluvert meiri velta en meðaldagsveltan á síðastliðnu ári sem var um 10,5ma.   Markaðsverðmæti vísitölunnar jókst um 28ma og stendur nú í 1.507ma og líftími hennar hækkaði um 0,1 ár í um 9 ár.   Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.   Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.
Senda grein