FréttirStækkun á GAMMA: GOV

9.9.2011 Starfsemi

Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka hámarksstærð GAMMA: GOV úr 7,5ma í 9,0ma.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka hámarksstærð GAMMA: GOV úr 7,5ma í 9,0ma. Miðað er við að stærð sjóðsins sé í kringum 75-85% af dagsveltu á skuldabréfamarkaði og hefur velta nú verið að meðaltali um 11ma á mánuði frá byrjun árs 2010. Teljum við því að markaðsaðstæður og seljanleiki á markaði sé nægilegur til að hægt sé að viðhalda virkri stýringu sjóðsins þrátt fyrir stækkun.

Sjóðurinn er nú um 7,1ma að stærð og mun hámarksstærð sjóðsins verða endurmetin hálfsárslega.

Nánari upplýsingar um stækkunina má fá hjá starfsmönnum GAMMA í síma 519-3300 eða á emaili gammagov@gamma.is.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu sjóðsins hjá GAMMA http://www.gamma.is/sjodir/gamma-gov/, og má þar finna gengisþróun hans og útboðslýsingu, útdrátt og reglur sjóðsins.

Senda grein