GAMMA: Iceland Government Bond Fund

Fjárfestingarmarkmið

Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að auka verðmæti eigenda sjóðsins með fjárfestingum í vel tryggðum skuldabréfum með virkri fjárfestingastefnu.

GAMMA: GOV fjárfestir eingöngu í vel tryggðum skuldabréfum útgefnum af:

  • Ríkissjóði
  • Aðilum með ríkisábyrgð s.s. Íbúðalánasjóði

Virk fjárfestingarstefna

Sjóðurinn beitir virkri fjárfestingarstefnu með þeirri aðferðafræði sem GAMMA hefur þróað og notað við stýringu annarra skuldabréfasjóða. Sú aðferðarfræði býður upp á góða möguleika á að skila umframávöxtun miðað við skuldabréfavísitölu markaðarins, GAMMA: GBI sem og sambærilega sjóði.

Virk fjárfestingarstefna felur í sér að skipta á milli óverðtryggðra og verðtryggðra bréfa, langs og stutts líftíma og milli mismunandi útgefanda.

Þótt velta hafi aukist á skuldabréfamarkaði er stærð langflestra sjóða slík að þeir geta erfiðlega breytt eignasamsetningu sinni snögglega. Þar sem stærð GAMMA: GOV verður að hámarki 9,5 ma kr. að stærð getur sjóðurinn breytt eignasamsetningu sinni hratt og án mikilla áhrifa á markaðinn.

Á tímum mikillar óvissu og umróta á fjármálamörkuðum getur sveigjanleiki gegnt lykilhlutverki við að ná góðri ávöxtun.

Af hverju GAMMA: GOV ?

  • Sjóðurinn er töluvert minni en stærstu sjóðirnir á markaðnum sem auðveldar virka stýringu.
  • Mikill sveigjanleiki í líftíma eigna sjóðs, 1-10 ár.
  • Lægsta umsýsluþóknun sambærilegra sjóða (víða 0,7-1,0%).
  • Enginn munur á kaup og sölugengi (víða 0,5-1,0%).
  • Engin kaupþóknun (víða 0,5-1,0%).
  • Fyrsti rafræni verðbréfasjóður landsins með skuldabréf, fjárfestar geta því geymt skírteini í sjóðnum hjá hvaða bankastofnun sem er.

Skattlagning

Skattaleg meðferð hlutheildarskírteina í GAMMA: GOV fer eftir lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, eins og þau eru á hverjum tíma. Af hlutdeildarskírteinum sjóðsins greiðist fjármagnstekjuskattur. Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér skattalega stöðu sína og er ráðlagt að leita til sérfróðra aðila á því sviði, s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.

Árshlutareikningur Verðbréfasjóðs GAMMA

Ársreikningur Verðbréfasjóðs GAMMA