Fréttir



Nýr verðbréfasjóður - GAMMA: LIQUIDITY

12.4.2011 Starfsemi

Nýr verðbréfasjóður fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Iceland Liquidity Fund (Skammtímasjóður GAMMA).

GAMMA hefur hafið rekstur á nýjum verðbréfasjóði fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Iceland Liquidity Fund (Skammtímasjóður GAMMA).

Um er að ræða verðbréfasjóð sem hefur það markmið að skila ávöxtun í samræmi við skammtímavaxtastig á markaði og er líftími sjóðsins ávallt lægri en 1 ár. Sjóðurinn mun fjárfesta í skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði eða tryggðir með ríkisábyrgð s.s. Íbúðalánasjóður. Einnig er heimild til fjárfestinga í innlánum fjármálafyrirtækja að hámarki 50% af stærð sjóðsins.

Sjóðurinn hentar sérlega vel til lausafjárstýringar fyrir bæði almenna fjárfesta og fagfjárfesta. Hann býður upp á góðan valkost við innlán þar sem leitast verður við að stýra eignum sjóðsins milli ríkisvíxla, skuldabréfa og innlána.

Sjóðurinn hentar einnig vel fyrir skammtímastýringu lausafjár fyrir fyrirtæki.

Helstu kostir GAMMA: LIQUIDITY:

  • virk stýring
  • rafrænt skráður 
  • lág umsýsluþóknun eða 0,40%
  • enginn munur á kaup- og sölugengi
  • engin kaupþóknun eða söluþóknun

Nánari upplýsingar um sjóðinn má sjá í einblöðungi hér.

Útboðslýsingu, útdrátt og reglur Verðbréfasjóðs GAM Management má sjá á undirsíðum um sjóði.

Senda grein