Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA desember 2010

30.11.2010 Vísitölur

Upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok nóvember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir desember.

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok nóvember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir desember.

Helstu atriði:

  • Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 3% og hefur nú hækkað um 13% á árinu.
  • Hlutfall verðtryggðra bréfa lækkaði í 69% en það hefur bara einu sinni áður farið undir 70%.
  • Töluverð útgáfa var í nóvember og jókst markaðsverðmæti vísitölunnar um 75ma og er nú 1.295ma.
  • Líftími vísitölunnar lækkaði lítillega og er nú 8,8 ár.

Ávöxtun vísitölunnar:

  • Óverðtryggð bréf hækkuðu mun meira en verðtryggð bréfa eða um 4,4% skv GAMMAxi á móti 2,4% hækkun á GAMMAi.
  • Meðaldagsvelta var um 14ma á móti meðaldagsveltu um 11ma það sem af er ári.

Vigtir skuldabréfa:

  • Töluverð útgáfa var í nóvember sem hafði áhrif á vigtir skuldabréfa.
  • Hækkaði vigtin á RB16 um 1,3%, RB12 um 0,6% og RIKS21 um 0,4% en aðrar vigtir lækkuðu.
  • Lækkaði hlutfall verðtryggðra bréfa um 1,4% og stendur nú í 69%.

Hlutfallsvigtir eru endurstilltar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar miðað við gengi og stærðir skuldabréfaflokka síðasta viðskiptadags síðastliðins mánaðar.

Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita í emaili eða síma.

Senda grein