Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA nóvember 2010

1.11.2010 Vísitölur

Hér að neðan má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok október, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir nóvember.

Hlutfallsvigtir eru endurstilltar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar miðað við gengi og stærðir skuldabréfaflokka síðasta viðskiptadags síðastliðins mánaðar.

Helstu atriði

  • GAMMA: GBI lækkaði um 1% í október.
  • Hefur vísitalan hækkað um 9,7% það sem af er ári.
  • Gefið var út nýtt 6 ára bréf RB16 1013 og er vigt þess 0,5% í heildarvísitölunni.
  • Hlutfall verðtryggðra bréfa lækkaði um 0,3% og stendur í 70,5%.

Ávöxtun vísitölunnar

  • Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA: GBI, lækkaði um 1% í október. Lækkaði verðtryggða vísitalan GAMMAi um 0,8% og óverðtryggða GAMMAxi um 1,6%.
  • Töluverðar sveiflur hafa verið á skuldabréfaverðum undanfarinn mánuð og hafa óljósar yfirlýsingar Seðlabankans skapað mikla óvissu um framvindu afléttingu gjaldeyrishafta. Einnig var munur kaup- og sölutilboða viðskiptavaka aukinn.
  • Meðalveltan lækkaði í mánuðinum í um 12ma á dag sem er svipað og meðalvelta hefur verið frá áramótum.

Vigtir skuldabréfa

  • Frekar lítil útgáfa var í október og breyttust vigtir lítillega.
  • Nýtt 6 ára bréf var gefið út, RB16 1013, og seldust 6ma sem er um 0,5% hlutfall af vísitölunni.
  • Einnig voru gefnir út 4,2ma í RIKS21 en einungis 1,5ma í RB12, sem gengur treglega að byggja upp. Engin útgáfa var af íbúðabréfum en afborgun af HFF34 lækkaði hlutfall hans um 0,64%.
  • Líftími GAMMA: GBI lækkaði lítillega og er nú 8,9 ár.
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI lækkaði um 8ma í og er nú 1.219ma.

Mánaðaryfirlitið má finna hér: GAMMA-Government-Bond-Index-NOV-2010.

Senda grein