Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA í ágúst

3.8.2010 Vísitölur

GAMMA: GBI hefur hækkað um 9,34% á árinu. Verðtryggði hluti vísitölunnar hefur hækkað um 7,46% á tímabilinu en sá óverðtryggði um 14,13%.

Hér að neðan má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok júlí, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir ágúst. Hlutfallsvigtir eru endurstilltar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar miðað við gengi og stærðir skuldabréfaflokka síðasta viðskiptadags síðastliðins mánaðar.

 Helstu atriði:

  • GAMMA: GBI lækkaði um 0,04% í júlí.
  • GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,76% en GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,34%.
  • GAMMA: GBI hefur nú skilað 9,34% ávöxtun á árinu.
  • Óverðtryggð bréf hafa nú skilað 14,13% ávöxtun á árinu en verðtryggð 7,46%.
  • Hlutfall verðtryggðra bréfa í vísitölunni lækkaði um 0,4% og er nú 72,2%.
  • Líftími vísitölunnar styttist úr 8,95 í 8,85 ár.
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 13ma í mánuðinum og er nú 1.232ma.

Mánaðarskýrsluna má finna hér.

Senda grein