Nýr Verðbréfasjóður - GAMMA: GOV
GAM Management hf. hefur hafið rekstur á verðbréfasjóði fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Iceland Government Bond Fund (GAMMA: GOV).
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að GAM Management hf. hefur hafið rekstur á verðbréfasjóði fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Iceland Government Bond Fund (GAMMA: GOV).
GAMMA: GOV er hefðbundinn ríkisskuldabréfasjóður sem fjárfestir eingöngu í vel tryggðum skuldabréfum sem eru útgefin af ríkissjóði, aðilum með ríkisábyrgð s.s. Íbúðalánasjóði, og bréfum sveitarfélaga. Sjóðurinn hentar vel þeim sem vilja fjárfesta í vel tryggðum skuldabréfum með virkri stýringu.
Helstu kostir GAMMA: GOV
- takmörkuð stærð sem auðveldar virka stýringu
- mikill sveigjanleiki í líftíma eigna sjóðs (1-10ár)
- fyrsti rafræni skuldabréfasjóður landsins, fjárfestar geta því fjárfest í sjóðnum sem og geymt hlutdeildarskírteini sín hjá hvaða bankastofnun sem er
- lág umsýsluþóknun eða 0,6% á ári
- enginn munur á kaup og sölugengi
- engin kaupþóknun