Fréttir  • Valdimar-heimasida

Góð ávöxtun Total Return Fund

19.12.2016 Starfsemi

GAMMA: Total Return fund hefur nærri tvöfaldast að stærð og er nú rúmlega 5ma að stærð og með bestu ávöxtun í samanburði við aðra sjóði á íslenskum markaði

GAMMA: Total Return Fund hefur vaxið og dafnað síðastliðið ár en hann hefur nærri tvöfaldast að stærð og er nú rúmlega 5ma að stærð, enda hefur ávöxtun sjóðsins verið sú besta á árinu í samanburði við aðra sjóði á íslenskum markaði (má sjá á www.keldan.is). Sjóðurinn hefur skilað rúmlega 12% ávöxtun það sem af er ári og í samanburði við vísitölu heildarmarkaðar þ.e. Markaðsvísitölu GAMMA, er ávöxtun sjóðsins um 8% hærri en ávöxtun markaðar.

Screen-Shot-2016-12-19-at-14.43.03

GAMMA: Total Return Fund er fjárfestingarsjóður opinn fyrir alla fjárfesta með það markmið að viðhalda og auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins. Sjóðurinn beitir virkri stýringu við fjárfestingarákvarðanir og fjárfestir í vel dreifðu safni fjárfestingarkosta á íslenskum fjármálamarkaði. Þá hefur sjóðurinn heimildir til að fjárfesta einnig erlendis og mun erlendum fjárfestingarkostum verða fjölgað í eignasafni sjóðsins á næsta ári enda spennandi tækifæri að opnast þar fyrir íslenska fjárfesta.

Sjóðstjóri

Valdimar Ármann, sjóðsstjóri, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur. Valdimar starfaði áður hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003 til 2006. Hann starfaði í New York frá 2006 til 2008 hjá sama banka, og síðar hjá RBS sem Vice President, Head of Inflation Structuring USA. Valdimar kennir einnig sem aðjúnkt í meistaranámi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands.

 

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn svo sem lykilupplýsingar og reglur má nálgast á heimasíðu GAMMA http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total-return/, og hjá sjóðsstjóra og framkvæmdastjóra sjóða Valdimar Ármann í email valdimar(at)gamma.is eða síma 519-3300.

Senda grein