FréttirEndurstilling Hlutabréfavísitölu GAMMA

3.7.2018 Vísitölur

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA tók breytingum um mánaðamótin. Frá og með 2. júlí 2018 bætast Heimavellir, Sjóvá og TM við vísitöluna. 

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA inniheldur því 16 fyrirtæki: Eik, Eimskip, Granda, Haga, Heimavelli, Icelandair, Marel, N1, Reginn, Reiti, Símann, Sjóvá, Skeljung, Sýn, TM, og VÍS. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega.

Samsetning GAMMA: Equity Index

Frett_gamma

 

Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland. 

Á ársfjórðungnum sem var líða voru tvö félög skráð á markað, Arion og Heimavellir. Þessi stækkun á markaðnum hafði það í för með sér að Sjóvá og TM, sem hafa ekki verið í vísitölunni frá áramótum, bætast aftur við hana ásamt því að nýskráða félagið Heimavellir kemur beint inní vísitöluna. Einu skráðu félögin sem standa því utan við vísitöluna eru Arion og Origo.

Næsta endurstilling á sér stað mánaðamótin september-október 2018.

Hægt er að óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti með því að hafa samband á gamma(hjá)gamma.is eða síma 519-3300 .

Vísitölur GAMMA ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, eða íslensku kauphöllina. Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Söguleg gögn þeirra má nálgast á Datamarket og Bloomberg og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Allar nánari upplýsingar um Vísitölur GAMMA má nálgast á heimasíðu GAMMA hér:  http://www.gamma.is/visitolur/

Senda grein