Fréttir



Breyting á vísitölupósti GAMMA

4.12.2017 Vísitölur

Frá árinu 2009  hefur GAMMA sent út tölvupóst daglega sem inniheldur nýjustu gildi á vísitölum GAMMA ásamt helstu upplýsingum um hreyfingar á markaðnum þann daginn.

Nú hefur vísitölupósturinn tekið nokkrum breytingum. Auk útlitsbreytinga hefur upplýsingagjöf póstsins einnig tekið breytingum og aukist verulega. Nú mun pósturinn, til viðbótar við upplýsingar um gengi og þróun vísitalna GAMMA, innihalda upplýsingar um ávöxtun sjóða GAMMA og gengi helstu gjaldmiðla.

Vísitölur GAMMA ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, eða íslensku kauphöllina. Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Söguleg gögn þeirra má nálgast á Datamarket og Bloomberg og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Nánari upplýsingar um vísitölur GAMMA má sjá á heimasíðu GAMMA www.gamma.is/visitolur/.

VisitolurnyttÞeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma(at)gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein