Fréttir



Breyting á samsetningu hlutabréfavísitölu GAMMA

2.1.2019

Samsetning hlutabréfavísitölu GAMMA tók breytingum um mánaðamótin. Frá og með 2. janúar 2019 bætist Sýn við vísitöluna á meðan Sjóvá og Heimavellir detta út.

Samsetning  hlutabréfavísitölu GAMMA inniheldur því 14 fyrirtæki: Arion banka, Eik, Eimskip, Festi, Granda, Haga, Icelandair Group, Marel, Regin, Reiti, Símann, Skeljung, Sýn, og VÍS. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega.

Samsetning GAMMA: Equity Index

Mynd-02.01.19

Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland. 

Engar nýskráningar áttu sér stað á fjórðungnum og eru breytingarnar því aðeins tilkomnar vegna breytingar á veltu með félögin.

Næsta endurstilling á sér stað mánaðamótin mars-apríl 2019.

Hægt er að óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti með því að hafa samband á gamma(hjá)gamma.is eða síma 519-3300

Vísitölur GAMMA ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, eða íslensku kauphöllina. Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Söguleg gögn þeirra má nálgast á heimasíðu GAMMA og Bloomberg og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Allar nánari upplýsingar um Vísitölur GAMMA má nálgast á heimasíðu GAMMA hér:  http://www.gamma.is/visitolur/


Senda grein