FréttirVísitölur GAMMA maí 2018

1.6.2018 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,85% í maí og nam meðaldagsveltan 5,4 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 11,5 milljarða og er 2.828 milljarðar. 

Einblöðungur GAMMA: Government Bond Index

Einblöðungur GAMMA: Equity Index

Einblöðungur GAMMA: Corporate Bond Index

Gengi vísitalna frá áramótum

Ytd-visitolur-mai-2018

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, lækkaði um 0,24% í maí og nam meðal dagsveltan 2,9 milljörðum. Verðtryggða vísitalan lækkaði um 0,63% á meðan sú óverðtryggða hækkaði um 0,62%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 3,6 ma. og er nú 1.611 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,13 og er 7,64 ár.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,02% í maí og nam meðaldagsveltan 567 milljónum, þar af lækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,11% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 421 milljónum.

Í mánuðinum voru gefin út bréf í flokkum ARION CBI 25 [3.660 mln nom], ARION CBI 48 [300 mln nom], ISLA CBI 24 [900 mln nom], ISLA CBI 30 [880 mln nom], LBANK CBI 24 [420 mln nom], LBANK CBI 28 [320 mln nom], ARION CB 22 [160 mln nom], AL260148 [620 mln nom], LSS150434 [710 mln nom], OR090524 [280 mln nom], OR090546 [720 mln nom].

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 7,2 ma. í mánuðinum og er 498,3 milljarðar. Líftími vísitölunnar lækkaði lítillega milli mánaða og er 7,0 ár. Líftími sértryggðu undirvísitölunnar lækkaði einnig milli mánaða og er 5,5 ár og verðtryggingarhlutfall 77,2%. 

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Skipting-ft-mai-2018

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,0% í maí og nam meðaldagsveltan 2,0 ma. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 23 ma. í mánuðinum og er 721 ma. 

Í mánuðinum hækkuðu bréf mest í HAGA (+12,6%) og N1 (+4,5%) en mest lækkun var á bréfum EIM (-15,0%) og ICEAIR (-11,9%).

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar í maí 2018

Mom-hlbr-mai-2018

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á netfangið gamma(at)gamma.is eða í síma 519-3300 .

Senda grein