Fréttir



Vísitölur GAMMA janúar 2017

Yfirlit

2.2.2017 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í janúar og nam meðaldagsveltan 5,5 milljörðum. Ríkistryggða skuldabréfavísitalan hækkaði um 0,2% í mánuðinum, Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,4% og Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,6%.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í janúar og nam meðaldagsveltan 5,5 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 42 milljarða og er 2.601 milljarður.

Einblöðungur GAMMA: Government Bond Index

Einblöðungur GAMMA: Equity Index

Einblöðungur GAMMA: Corporate Bond Index

Gengi vísitalna frá áramótum

 

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 0,2% í janúar og nam meðal dagsveltan 3,2 milljörðum. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,6% á meðan sú óverðtryggða lækkaði um 0,8%. Nýr óverðtryggður flokkur ríkisbréfa, RIKB 28 1115, kemur inn í vísitöluna um mánaðamótin. Útgefnar nafnverðseiningar í flokknum eru 18,6 ma. sem gefur flokknum 1,2% vægi í heildarvísitölunni og 3,8% vægi í óverðtryggðu undirvísitölunni. Einnig voru gefin út bréf í flokki RIKB20 [7.597 mln nom] sem hækkar hlutfall flokksins í vísitölunni.

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar um 23 ma. og er nú 1.559 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,1 og er 7,9 ár.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,4% í janúar og nam meðaldagsveltan 428 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,2% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 321 milljón.

Gefin voru út bréf í flokkum ARION CBI 29 [1.420 mln nom], ISLA CBI 22 [540 mln nom], ISLA CBI 26 [140 mln nom], LBANK CBI 22 [600 mln nom], LBANK CBI 28 [400 mln nom], ARION CB 22 [1.040 mln nom], ISLA CB 19 [580 mln nom], LBANK CB 21 [440 mln nom] og LSS34 [530 mln nom].

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 7 ma. í mánuðinum og er 291 milljarður. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur milli mánaða og er 6,9 ár. Líftími sértryggðu undirvísitölunnar er 5,5 ár og verðtryggingarhlutfall 64,0%.

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,6% í janúar og nam meðaldagsveltan 2,2 ma. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 11 ma. í mánuðinum og er 751 ma.

Í mánuðinum hækkuðu bréf mest í Sjóvá (+10,7%) og Marel (+10,1%) en mest lækkun var í bréfum Haga (-5,2%) og Icelandair (-4,3%).

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar í janúar 2017

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

 

 

Senda grein