Fréttir



Vísitölur GAMMA apríl 2018

2.5.2018 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,43% í apríl og nam meðaldagsveltan 6,2 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 21,0 milljarða og er 2.843 milljarðar. 

Einblöðungur GAMMA: Government Bond Index

Einblöðungur GAMMA: Equity Index

Einblöðungur GAMMA: Corporate Bond Index

Gengi vísitalna frá áramótum

YTD-visitolur-APR-2018

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 0,43% í apríl og nam meðal dagsveltan 3,8 milljörðum. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,62% á meðan sú óverðtryggða hækkaði um 0,02%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkaði um 21,3 ma. og er nú 1.607 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,09 og er 7,77 ár.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,88% í mars og nam meðaldagsveltan 787 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,95% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 665 milljónum.

Í mánuðinum voru gefin út bréf í flokkum ARION CBI 25 [1.620 mln nom], ARION CBI 48 [1.060 mln nom], LBANK CBI 24 [1.520 mln nom], LBANK CBI 28 [660 mln nom], LSS150434 [1.610 mln nom], LSS151155 [320 mln nom].

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 29,4 ma. í mánuðinum og er 491,1 milljarðar. Líftími vísitölunnar hækkaði um 0,2 ár milli mánaða og er 7,1 ár. Líftími sértryggðu undirvísitölunnar hækkaði um 0,1 ár milli mánaða og er 5,6 ár og verðtryggingarhlutfall 77,0%.

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Skipting-FT-APR-2018

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í apríl og nam meðaldagsveltan 2,0 ma. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 4 ma. í mánuðinum og er 744 ma.

Í mánuðinum hækkuðu bréf mest í GRND (+14,6%) og VIS (+5,4%) en mest lækkun var á bréfum ICEAIR (-7,4%) og N1 (-7,1%).

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar í apríl 2018

MOM-HLBR-APR-2018

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita með tölvupósti í gamma@gamma.is eða í síma 519-3300 .

Senda grein