Fréttir  • Bokmenntafelag

Útgáfuhóf Hins íslenska bókmenntafélags í GAMMA

15.12.2016 Samfélagsmál

Hið íslenska bókmenntafélag hélt útgáfuhóf í Gallery GAMMA þar sem vegleg útgáfa félagsins á afmælisárinu var kynnt.

Hið íslenska bókmenntafélag, sem fagnar tveggja alda afmæli í ár, hélt útgáfuhóf í Gallery GAMMA þann 14. desember síðastliðinn þar sem vegleg útgáfa félagsins á afmælisárinu var kynnt.

Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags, sagði frá útgáfu ársins og höfundar nokkurra verka kynntu eigin rit. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ásthildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage, léku á flautu og hörpu og Tui Hirv söng, en flutt voru verk eftir Atla Heimi Sveinsson í tilefni af útgáfu Bókmenntafélagsins á lögum tónskáldsins við verk Jónasar Hallgrímssonar.

Fyrr á árinu skrifuðu GAMMA og Bókmenntafélagið undir samstarfssamning þess efnis að GAMMA yrði bakhjarl félagsins til fjögurra ára og sagði Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, við það tilefni: „GAMMA hefur í gegnum árin stutt ötullega við listir og menningu og við teljum mikilvægt að standa vörð um þessa elstu menningarstofnun landsins og þann menningararf sem fólginn er í starfsemi hennar. Það er því mikill heiður fyrir okkur að gerast bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags.“

FullSizeRender

 Söngkonan Tui Hirv og frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ásthildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage.

IMG_1447

 Þétt setið var í útgáfuhófinu

 

Senda grein