FréttirThe New York Times: Red Hot Iceland Keeps Some Investors Out in the Cold

29.6.2017 Skoðun

Hafsteinn Hauksson, hagfræðingur á Lundúnaskrifstofu GAMMA, segir lesendum New York Times frá nýjum sjóðum GAMMA, en þeir hafa gert erlendum fjárfestum auðveldara um vik að fjárfesta í íslensku efnahagslífi.

 Bandaríska dagblaðið The New York Times birti í dag frétt um aukinn áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi samhliða miklum uppgangi í íslensku efnahagslífi. Í blaðinu er bent á að tæpum áratug eftir að stjórnvöld settu á gjaldeyrishöft með það fyrir augum að halda fjármagni innilokuðu í landinu sé málum nú öfugt farið, enda hafi styrking krónunnar, vöxtur ferðaþjónustunnar og verðhækkun á fasteignamarkaði vakið athygli erlendra fjárfesta.

Mark Dowding, sjóðsstjóri í Bandaríkjunum, segist í samtali við blaðamann þekkja mörg dæmi þess að erlendir fjárfestar hefðu áhuga á íslenskum fjárfestingarkostum, en innflæðishömlur Seðlabankans geri þeim erfitt um vik. Gervais Williams, sjóðsstjóri í Bretlandi, tekur í svipaðan streng og segist ekki hafa séð jafnaðlaðandi aðstæður á nokkrum markaði í hartnær 20 ár.

Hafsteinn Hauksson, hagfræðingur GAMMA í London, segist í samtali við blaðið hafa skynjað vaxandi áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi, en GAMMA hefur þegar brugðist við með stofnun sjóðanna Iceland Macro og Iceland Opportunity. Hafsteinn segir flækjustig við fjárfestingar á Íslandi vissulega geta verið hátt fyrir erlenda fjárfesta, og því hafi GAMMA útbúið sjóði sem auðveldi þeim til muna að fjárfesta í íslensku efnahagslífi, en sjóðirnir hafa tvöfaldast að stærð frá áramótum.

Screen-Shot-2017-06-28-at-15.46.48

*Greinin birtist í The New York Times þann 28. júní 2017: 

www.nytimes.com/reuters/2017/06/28/business/28reuters-iceland-investment

 

Senda grein