FréttirGAMMA aðalstyrktaraðili grafíksýningar í New York

11.4.2017 Samfélagsmál

GAMMA Capital Management er aðalstyrktaraðili sýningarinnar Other Hats: Icelandic Printmaking hjá Alþjóðlegu grafíkmiðstöðinni í New York (IPCNY).

 

GAMMA Capital Management er aðalstyrktaraðili sýningarinnar Other Hats: Icelandic Printmaking hjá Alþjóðlegu grafíkmiðstöðinni í New York (IPCNY). Sýningin stendur yfir frá 13. apríl til 10. júní og þar verða sýnd grafíkverk eftir á þriðja tug íslenskra listamanna, auk þess sem þar verða verk eftir nokkra erlenda listamenn sem dvalið hafa á Íslandi.

NYInviteOtherhats

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Arnar Herbertsson, Birgir Andrésson, Björk Guðmundsdóttir, Dieter Roth, Eygló Harðardóttir, Georg Guðni, Guðjón Ketilsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Hrafnkell Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristján Daviðsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Magnús Þór Jónsson (Megas), Per Kirkeby, Roni Horn, Sara Riel, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þóra Sigurðardóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir. Ennfremur skrifar Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Time Warner, formála í sýningarskrá.

„Það er IPCNY mikill heiður að GAMMA Capital Management hafi boðist til að gerast aðalstyrktaraðili sýningarinnar Other Hats: Icelandic  Printmaking. Við erum þakklát GAMMA fyrir stuðning félagsins við íslenska listamenn heima sem erlendis og fyrir að stuðla þar með að menningarsamskiptum á milli landa,“ segir Judy Hecker, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu grafíkmiðstöðvarinnar í New York.

„Við hjá GAMMA erum mjög stolt af því að fá að tengjast þessari frábæru sýningu á grafíkverkum íslenskra og erlendra listamanna. Við höfum stutt við listir og menningu á Íslandi og í Bretlandi og það er ánægjulegt að geta gert slíkt hið sama í New York, þar sem til stendur að GAMMA opni starfsstöð síðar á árinu,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður og annar stofnenda GAMMA.

Senda grein