Fréttir



Nýr aðstoðarsjóðsstjóri í sjóðum GAMMA

20.7.2018 Starfsemi

Alexander Jensen Hjálmarsson hefur tekið að sér aðstoðarsjóðsstjórn í sjóðum GAMMA

Sjóðastýringarteymi GAMMA hefur bæst góður liðsstyrkur en Alexander Jensen Hjálmarsson hefur tekið að sér aðstoðarsjóðsstjórn í GAMMA: Credit, Liquid og Equity. 

Alexander hefur starfað hjá GAMMA í þrjú ár í sérhæfðum fjárfestingum en áður en hann gekk til liðs við okkur starfaði hann í eignastýringu hjá Sjóvá auk þess að sinna kennslu við Háskóla Íslands. Hann er með B.Sc gráðu í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði frá HÍ auk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja og hefur lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum. 

Hlutabréfasjóðum GAMMA er nú stýrt af fjárfestingarteymi GAMMA sem er myndað af sjóðsstjórum félagsins og sér forstjóri félagsins um daglegan rekstur sjóðanna ásamt aðstoðarsjóðsstjóra.

Senda grein