Fréttir  • Screen-Shot-2017-11-29-at-17.03.03

Nýjung í fjármögnun innflutnings

29.11.2017 Starfsemi

Krít fjármögnunarlausnir sérhæfir sig í fjármögnun á vörum til innflutnings í samstarfi við Eimskip.

Nýtt fyrirtæki, Krít fjármögnunarlausnir ehf., hefur hafið starfsemi. Félagið sérhæfir sig í fjármögnun á vörum í  innflutningi fyrst um sinn en mun útvíkka starfsemina síðar. Krít rekur þjónustu sína í samstarfi við Eimskip og fjármagnar kaup á vörum sem viðskiptavinir Eimskips flytja og/eða hýsa í vörugeymslum félagsins.  Krít er fjármagnað af sjóði sem rekinn er af GAMMA Capital Management.

Krít býður nýjung á íslenskum markaði þar sem tæknileg lausn tvinnar saman fjármögnun og flutning á þægilegan og einfaldan máta fyrir inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er nýr valkostur fyrir fyrirtæki sem þurfa einfalda og þægilega birgðafjármögnun.

Almar Guðmundsson, hagfræðingur og MBA, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og mun hann stýra uppbyggingu þess. Stjórnarformaður er Kjartan Georg Gunnarsson. 

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips: „Þessi þjónustan er frábær nýjung fyrir viðskiptavini okkar og kemur til með að auka enn á möguleika í inn- og útflutningi.“ 

Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA: „ Það er ánægjulegt að sjóðir sem reknir eru af okkur taki þátt í því að fjölga fjármögnunarkostum fyrir fyrirtæki á Íslandi. Við erum sannfærð um að sérsniðnar lausnir verði til hagræðis fyrir fyrirtækin og fjölgi valkostum við fjármögnun.“

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krítar: „Tæknilegar lausnir eru að breyta fjármálaumhverfinu. Okkar lausn er dæmi um það hvernig hægt er að klæðskerasníða fjármögnun að mikilvægum ferlum í rekstri fyrirtækja. Við sjáum fyrir okkur frekari sóknarfæri á þessu sviði.“

Senda grein