Fréttir



Tækifæri til fjárfestinga erlendis

17.8.2016 Starfsemi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greindi frá því í gær að frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta myndi aukast verulega samkvæmt nýju frumvarpi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið greindi frá því í gær að frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta myndi aukast verulega samkvæmt nýju frumvarpi. Um er að ræða afar jákvætt skref, en GAMMA hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að afnema höftin, nú síðast í erindi til seðlabankastjóra í lok júlí, þar fram kom það mat GAMMA að aðstæður í hagkerfinu væru nú með þeim hætti að hraða ætti afnámi gjaldeyrishafta í heild sinni, enda fátt eins kúgandi og höft á fjármagnsflutninga sem leiði til þess að sjálfsaflafé landsmanna sé sett í gíslingu stjórnvalda. 

Í hinum fyrirhuguðu breytingum felst meðal annars að:

  • Bein erlend fjárfesting innlendra aðila verður ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabanka Íslands.
  • Fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána verður frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki,  að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
  • Einstaklingum verður veitt heimild til kaupa á einni fasteign erlendis á almanaksári, óháð tilefni og kaupverði.
  • Skilaskylda innlendra aðila á erlendum gjaldeyri verður afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign eða farartæki eða til fjárfestinga erlendis.

GAMMA hóf starfsemi í London í fyrra, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja eftir tilkynningu um fyrirhugað afnám hafta, og í byrjun ágúst var þeim stóra áfanga náð að GAMMA fékk sjálfstætt starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu í Bretlandi.

GAMMA er því afar vel í stakk búið til þess að veita viðskiptavinum sínum öfluga þjónustu á erlendum vettvangi við afnám hafta, meðal annars í tengslum við:

  • Opnun vörslureikninga í Bretlandi.
  • Fjárfestingu í erlendum sjóðum hjá alþjóðlegu sjóðastýringarfyrirtækjunum GAM og PIMCO.
  • Fjárfestingu í erlendum fyrirtækjaverkefnum.
  • Aðstoð við viðskiptavini sem hafa hug á að hasla sér völl í atvinnurekstri á erlendum vettvangi, til dæmis með fyrirtækjakaupum.
  • Fjárfestingu í fasteignum í Bretlandi, en meðalverð á fasteignum í London í júlí lækkaði um 5,6% og frá upphafi árs hefur krónan styrkst um 21% gagnvart sterlingspundi.
  • Beina erlenda fjárfestingu.

Þá má geta þess að fjárfestingarsjóðurinn Total Return Fund, sem er í rekstri hjá GAMMA, hefur heimildir til að fjárfesta erlendis og verða þær nýttar um leið og höftum hefur verið aflétt. Einnig mun GAMMA kynna nýjan erlendan sjóð GAMMA Global Invest á næstu vikum fyrir fjárfestum. 

Gisli-Hauksson-13

Skrifstofur GAMMA Capital Management í London

 

Senda grein