Fréttir



Mjög góður árangur GAMMA: Total Return Fund

11.7.2016 Starfsemi

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum á fyrri hluta ársins skilaði blandaði sjóðurinn Total Return Fund mjög góðri ávöxtun á tímabilinu eða alls 6,6% ávöxtun á fyrstu 6 mánuðum ársins.

Umtalsverðar sveiflur hafa verið á íslenskum fjármálamarkaði síðustu misserin en blandaði sjóðurinn GAMMA: Total Return Fund hefur skilað 6,6% ávöxtun á árinu á sama tíma og hlutabréfamarkaðurinn hefur lækkað um 1% og skuldabréfamarkaðurinn hækkað um 0,4% skv. Hlutabréfavísitölu og Skuldabréfavísitölu GAMMA. Búist er við um 10-12% ávöxtun á þessu ári en sjóðurinn hefur hækkað um 17,4% síðastliðna 12 mánuði og síðastliðin 4 ár hefur árleg nafnávöxtun sjóðsins verið 14,2% sem gerir 11,8% árlega raunávöxtun. 

Markmið sjóðsins er að skila jafnri og góðri raunávöxtun með virkri stýringu og stöðugri vöktun á þeim fjárfestingarkostum sem í boði eru hverju sinni. Sem dæmi má nefna þá hefur hefur vigt hlutabréfa síðustu 12 mánuði í eignasafni sjóðsins verið á bilinu 25-50%, allt eftir mati sjóðsstjóra á markaðsaðstæðum hverju sinni.

GAMMA: Total Return Fund er fjárfestingarsjóður stofnaður árið 2012 og fjárfestir í vel dreifðu safni fjárfestingarkosta. Sjóðurinn hefur heimildir til að fjárfesta í erlendum eignaflokkum og mun byrja að nýta sér þær þegar höftum léttir og erlendir fjármálamarkaðir verða aðgengilegir. Mun það stuðla að enn betri eignadreifingu og fjölga verulega fjárfestingartækifærum.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, reglur, útboðslýsingu og lykilupplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins hér: http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total-return/.

Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Valdimar Ármann framkvæmdastjóra sjóða, email valdimar@gamma.is eða í síma 519-3300

Senda grein