Fréttir



Góð ávöxtun hlutabréfasjóðs GAMMA

5.7.2016 Starfsemi

GAMMA: Equity Fund skilaði bestu ávöxtun hlutabréfasjóða á fyrri helmingi ársins.

GAMMA: EQUITY Fund skilaði bestu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á fyrri helmingi ársins*.

Ávöxtun sjóðsins var 2,24% á fyrstu 6 mánuðum ársins á sama tíma og Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1%.

Þá er sjóðurinn einnig með bestu ávöxtun samanburðasjóða sl. 12 mánuði*.

GAMMA: EQUITY Fund er fjárfestingarsjóður, skv. lögum 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, sem fjárfestir að meginhluta í skráðum hlutabréfum. Sjóðurinn nýtir virka stýringu til að ná ávöxtun umfram Hlutabréfavísitölu GAMMA og getur brugðist hratt við breyttum aðstæðum á markaði. Það reynist sérstaklega mikilvægt í krefjandi árferði eins og verið hefur síðustu misseri. Þá nýtir sjóðurinn sér afleiðusamninga til áhættustýringar eða sem hluta af fjárfestingastefnu.     

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, svo sem útboðslýsingu, reglur og lykilupplýsingar, má nálgast á heimasíðu GAMMA, www.gamma.is, eða hjá sjóðstjóra í gegnum tölvupóstfangið johann@gamma.is.

 *skv. Keldan.is.

Senda grein