FréttirReitun metur skuldabréfasjóði GAMMA

16.6.2016 Starfsemi

Reitun hefur tekið að sér að greina og meta lánshæfi skuldabréfasjóða GAMMA. Einkunn sjóðanna byggir á væntum greiðslufallslíkum og tapi undirliggjandi skuldabréfa á þann hátt að lánshæfiseinkunn á einstökum útgefendum eða skuldabréfum er lögð til grundvallar á lánshæfismati sjóðanna.

Reitun hefur tekið að sér að greina og meta lánshæfi skuldabréfasjóða GAMMA. Einkunn sjóðanna byggir á væntum greiðslufallslíkum og tapi undirliggjandi skuldabréfa á þann hátt að lánshæfiseinkunn á einstökum útgefendum eða skuldabréfum er lögð til grundvallar á lánshæfismati sjóðanna. 

Eru þetta fyrstu skuldabréfasjóðir á Íslandi sem Reitun gefur lánshæfiseinkunn byggða á gæði eignasafnanna. Samtals er stærð skuldabréfasjóða í rekstri hjá GAMMA um 30 milljarðar króna og þar af er þriðjungur sjóðir sem fjárfesta í fyrirtækjaskuldabréfum.

Reitun metur einkunn GAMMA: CREDIT Fund sem i.A3 og eru væntar tapslíkur sjóðsins 0,84%. GAMMA: CREDIT Fund er 6,5 milljarða króna fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2013, sem er opinn fyrir alla fjárfesta, og samanstendur af skráðum og óskráðum fyrirtækjaskuldabréfum, skuldabréfum sveitarfélaga og lánastofnanna og innlánum. Sjá má samantekt frá Reitun hér.

Á mynd hér að neðan sem tekin er úr skýrslu Reitunar um sjóðinn má sjá samsetningu safnsins eftir gerð mótaðila og einkunn.

Heimild: Reitun

Jafnframt hefur Reitun metið tapslíkur ríkisskuldabréfasjóðsins GAMMA: GOV sem 0% og einkunnina iAAA og tapslíkur sértryggða skuldabréfasjóðsins GAMMA: Covered Bond Fund sem 0,073% og einkunnina i.AA2.  Sjá má samantekt á greiningu og mat á lánshæfi hér fyrir GOV og COVERED.

Á heimasíðu sjóðanna má nálgast nánari upplýsingar um hvern sjóð og lykilupplýsingar og reglur.

Allar nánari upplýsingar veitir Valdimar Ármann í email valdimar@gamma.is eða síma 519-3304.

Senda grein