FréttirLeó Hauksson ráðinn til GAMMA Capital Management

11.2.2016 Starfsemi

Leó Hauksson hefur verið ráðinn til GAMMA Capital Management á svið sölu og viðskiptaþróunar. Hann mun m.a. sinna samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila, bæði hérlendis og erlendis og koma að þróun og eftirfylgni nýrra fjárfestingaverkefna.

Leó Hauksson hefur verið ráðinn til GAMMA Capital Management á svið sölu og viðskiptaþróunar. Hann mun m.a. sinna samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila, bæði hérlendis og erlendis og koma að þróun og eftirfylgni nýrra fjárfestingaverkefna.

Í fyrra hóf GAMMA starfsemi í London og vinnur að því að efla þá starfsemi enn frekar á þessu ári með það fyrir augum að geta boðið stækkandi hópi viðskiptavina sinna heildarlausnir í fjárfestingum.

Leó mun starfa með Jónmundi Guðmarssyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá GAMMA.

Leó Hauksson hefur 17 ára reynslu á fjármálamarkaði. Hann starfaði hjá Kaupþingi og Arion banka á árunum 1999 til 2010, lengst af í markaðsviðskiptum. Árið 2011 starfaði Leó í markaðsviðskiptum hjá Íslandsbanka, en frá upphafi árs 2012 til síðasta hausts starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. 

Leó er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2002. Hann á fjögur börn með konu sinni, Sif Jónsdóttur.

GAMMA Capital Management hf. (gamma.is) er fjármálafyrirtæki með yfir 60 milljarða króna í stýringu í fjölbreyttu úrvali sjóða fyrir stofnanafjárfesta og almenning og starfsemi í Reykjavík, í Garðastræti 37, og í London, að 25 Upper Brook Street.

Senda grein