FréttirSækir út á nýju ári

5.1.2016 Skoðun Starfsemi

Í áramótatímariti Viðskiptablaðsins er rætt við Gísla Hauksson, forstjóra GAMMA, um starfsemi félagsins í London.

Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur nú flutt í nýtt og stærra skrifstofuhúsnæði fyrir starfsemi sína í London, í Mayfair-hverfinu.

„Við hófum starfsemi í London sumar, með aðstöðu í City fjármálahverfinu, en stefndum alltaf að því að færa okkur yfir í Mayfair um áramótin“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, en í London verður GAMMA til húsa að Upper Brook Street. Þá hefur GAMMA jafnframt ný­ verið breytt nafni félagsins í GAMMA Capital Management hf., til samræmis við það heiti sem félagið notar á erlendri grundu.

Langur undirbúningur

„Erlend starfsemi hafði verið í undirbúningi hjá okkur um langt skeið og fyrsta skrefið var tekið um leið og tilkynnt var um fyrirsjáanlegt afnám hafta í júní. Þá tilkynntum við nánast samhliða að GAMMA hefði hafið starfsemi í London. Við töldum mikilvægt að bregðast fyrstir við nýjum tækifærum,“ segir Gísli.

„Nú teljum við tímabært að taka næsta skref og stækka við okkur. Til að byrja með verða fimm til sex starfsmenn hjá GAMMA í London og ég mun í fyrstu stýra starfseminni þar sjálfur. Starfsemin í Bretlandi hefur gengið mjög vel og GAMMA er nú þegar að vinna að áhugaverðum verkefnum erlendis fyrir íslensk fyrirtæki og efnameiri einstaklinga.“

Nánar er fjallað um málið í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember 2015. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

 

Senda grein