Húsfyllir í nýsköpunarhádegi í Gallery GAMMA
Fundur um fjármálatækni (e. fintech)
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit fór fram í dag, 15. september í Gallery GAMMA. Efni fundarins var nýsköpun og tækniþróun í fjármálum.
Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunarmála hjá Arion Banka stýrði umræðum og fundarmenn voru þeir Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Sway, Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Íslenskra viðskipta hjá Meniga og Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Invector.
Fundinum var einnig streymt á netinu og geta áhugasamir horft á hann hér.